Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 21
SÝ SLUMANN SDÆTURNAR 163 „Hverjir fleiri?“ „Ekki fleiri“. „Mér finnst —“ sagði Aníta, en Hilda greip óöara fram í: „Elsku Aníta, ég veit, hvað þér finnst, þú ert búin að segja það hundrað sinnum síðasta mánuðinn — að ég sé of mikið á fartinni, daðri of mikið — gleymi að ég er trúlofuð o. s. frv. Þið látið mig sann- arlega ekki fá tækifæri til að gleyma því. Þið prédikið svo statt og stöðugt um það, að ég verð dauðleið á öllu saman. Mér þykir vænt um Erling. Þó að ég skrifi honum ekki hundrað blaðsíður á viku, kyssi ekki bréfin frá honum og rang- hvolfi í mér augunum — þá getur mér líklega þótt vænt um hann samt. Þið spillið allri ánægju fyrir mér með þessu leiðinda masi. Nú ætlaði ég á Bristol í kvöld — og nú er mér alveg sama um það líka“. — „Skárri er það nú hryðjan, Hilda“, sagði Malla frænka. „Það sýnir, að þetta hefir hitt markið, litla mín. En við skul- um ekki segja neitt meira við þig. Gerðu nú eins og þér sjálfri sýnist — þú verður fljótt leið á því!“ „Jæja, þá er það auðvitað óhentugt fyr- ir þig í annað sinn, að Elín-María hringdi og bauð okkur til kvöldverðar. Mömmu hennar langar svo til að heilsa þér. Ég sagði, að við kæmum“, sagði Aníta. „Það var agalega vitlaust af þér“, sagði Hilda. „Ég er búin að lofa að hitta Berg lautinant kl. 8V2. Við ætlum til kvöldverð- ar á Bristol, skilurðu11. „Hvar fær svona lautinant-ræfill pen- inga til að flotta sig á Bristol?“ spurði Malla frænka hissa. „Það kemur þér ekki við, Malla frænka — en ef þig langar mjög til að vita það, get ég vel spurt hann um það. En ég er nú þeirrar skoðunar, að hann steli þeim“. Malla frænka stóð upp og vafði saman prjónadóti sínu. — „Það verður þá hvor- ug ykkar heima í kvöld?“ „Ekki ég“, sagði Hilda stutt og kæru- leysislega. Aníta var angurvær á svip. „Ég sagði Elín-Maríu, að við kæmum, Hilda. Það er svo agalega skrítið, að við erum búnar að vera hér heilan mánuð, og þú hefir ennþá ekki komið til tengda- móður þinnar. Elín-María segir, að hún taki sér svo nærri af því, að þú kemur ekki“. „Þú getur farið“. „Ég er ekki þú. Þú hlýtur að skilja, að það ert þú, sem hana langar mest til að sjá“. „Já, í kvöld get ég það ekki — heilsaðu frá mér. — Annars, hittirðu Elín-Maríu oft?“ „Já, auðvitað hitti ég hana daglega — við erum á sama námsskeiði. Og svo göngum við nær daglega dálítinn spöl eftir á. Þig sjáum við varla nokkurntíma. Mér geðjast bezt að Elín-Maríu af öllum á námsskeiðinu“. „Það er sjálfri þér að kenna, að við göngum ekki út saman. Allir vilja gjarn- an hafa þig með. Holm sagði í dag, að þú værir ennþá sætari en ég —.“ „Hugsa sér, hvað það var gaman“, sagði Aníta kaldhæðnislega — „en má ég helzt vera frí. — Hvað spjallið þið annars um?“ „Ja — satt að segja held ég, að við töl- um mest um mig“. „Og ef þið gerið það ekki, leiðist þér sennilega —“. „Ég læt mér nú sjaldan leiðast, það veiztu. — Það er líka einstöku önnur málefni sem ég hefi áhuga fyrir —“. „Svo sem til dæmis?“ „Ja, ég má annars, því miður ekki, vera að því að segja þér það núna, Aníta — ég þarf að búa mig. En ég skal reyna það,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.