Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 18
160 NÝJAR KVÖLDVÖKUR sem gerir þetta ljós — mamma er að prjóna, með tíu svolítil ljós á hverjum fingri og kveikiþráður hangir í flækju allt í kringum andlitið á henni, í staðinn fyrir gráa hárið hennar. Hún situr þarna í gamla hægindastólnum og hin langa beinabera hendi hafnsögumannsins lafir yfir stólbakið og það drýpur af henni púðrið. Nei, ekkert púður, enginn stóll, engin móðir, ekkert nema smettið á hafn- sögumanninum, eldrautt, eins og sól í eldmóðunni, hann teygðist þarna fram og aftur — hringsnerist með geysihraða, varð allt af minni og minni þarna í móð- unni, þangað til hann var orðinn að ofur- litlum púnkti, sem allt í einu þeyttist beint í höfuðið á mér — og þá, allt ein- tómt misstur og eldur — ég heyrði ekki, sá ekki, hugsaði ekki, fann ekki til — allt var farið, skipið, hafið og ég sjálfur. Eftir þetta, sem ég hefi nú þegar sagt ykkur, þá vissi ég ekkert og man ekkert, þangað til ég vaknaði í þægilegu rúmi. Við hliðina á því sátu tveir menn, en við fótagaflinn stóð sá þriðji og athugaði mig gaumgæfilega. Þetta var um klukkan sjö um morguninn. Þessi svefn minn (mér virtist það að minnsta kosti vera svefn) hafði verið í meira en átta mánuði. Ég var meðal minna eigin landa á eyjunni Trinidad, og mennirnir, sem sátu við rúmið mitt, voru gæzlumenn mínir, en sá þriðji, sem stóð við fótagaflinn, var læknirinn. Það, sem ég sagði og gerði í þessa átta mánuði, hefi ég aldrei fengið að vita og mun aldrei fá að vita. Ég vaknaði af þessu eins og svefni, það er allt og sumt, er ég veit. Það liðu tveir mánuðir eða meira, áður en læknirinn þorði að svara þeim spurn- ingum, sem ég lagði fyrir hann. Briggskipið hafði einmitt, eins og ég gerði ráð fyrir, kastað akkerum á nægi- lega afskekktum stað, til þess að árásar- mennimir gætu framið ódæði sitt óáreitt- ir undir blæju næturinnar. Lífi mínu hafði ekki verið bjargað af landi, heldur af hafi. Amerískt skip hafði séð skipið þegar sólin kom upp, og þar sem þeir lágu þarna vegna byrleysis, þá ákvað skipstjórinn að grenslast nánar eftir því, hvers vegna skipið lægi þarna einmitt, þar sem skip voru alls ekki vön að liggja. Hann mannaði því bát og sendi yfir í skipið. Það, sem stýrimaðurinn og félagax hans sáu, er þeir komu út í skipið og fundu það autt og yfirgefið, var glampi af kertaljósi upp úr lestinni. Loginn átti eftir um það bil þráðarbreiddina til að ná til kveikiþráðarins, þegar hann kom ofan í lestina og ef hann hefði ekki haft hugs- un og kjark til að skera sundur þráðinn með hnífnum sínum, áður en hann tók kertið, þá hefði hann og félagar hans ef til vill sprungið í loft upp með skipinu ásamt með mér. Einmitt þegar hann var að slökkva á kertinu, þá náði eldurinn í þráðarbútinn, sem fuðraði upp og ham- ingjan má vita, hvað átt hefði sér stað, ef hann hefði ekki verið skorinn í sundur. Hvað varð um spönsku bátana og hafn- sögumanninn hefi ég ekki hugmynd um. Ameríkumennirnir tóku mig og sömuleið- is fóru þeir með briggskipið til Trinidad og fengu góð laun fyrir. Ég var fluttur þar í land í sama ástandi og þeir fundu mig um borð — það er að segja — algerlega ruglaður. En til allrar hamingju er nú orðið langt síðan, og nú • er ég fullkomlega með réttu ráði, eins og þið getið séð. Ég er aðeins dálítið hrærð- ur þegar ég segi frá þessu — dálítið hrærður, vinir mínir, það er allt og sumt, (Þýtt úr ensku). Þ. S. Sig.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.