Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 14
156 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Ég vaknaði við gauragang fram á stafni og kefli í munninum á mér. Það var maður ofan á brjóstinu á mér, maður á fótunum á mér og ég var bundinn á höndum og fótum á hálfri mínútu. Briggskipið var í höndum Spánverja. Þeir voru þjótandi um allt skipið. Ég heyrði skvamp í sjónum, sex voru þau eitt eftir annað. Ég sá skipstjórann rekinn í gegn þegar hann korh hlaupandi upp á bátaþilfarið og ég heyrði sjöunda skvampið. Allir á skipinu höfðu verið myrtir og kastað fyrir borð — nema ég. Hvers vegna ég var skilinn eftir, vissi ég ekki fyrr en ég sá hafnsögumanninn lúta yfir mig og lýsa framan í mig til að fullvissa sig um, hver ég væri. Hann glotti djöful- lega og kinkaði kolli til mín eins og til að segja: — Já það varst þú, sem hratzt mér um koll og barðir mig í andlitið, og nú 1 staðinn ætla ég að fara með þig eins og köttur fer með mús. Ég gat hvorki hreyft mig eða talað, en ég sá Spánverjana opna lestaropin og búa sig undir það að skipa upp farminum. Stundarfjórðungi síðar heyrði ég til skips eða skútu, sem lagt var að hlið briggskipsins og Spánverjarnir tóku að skipa farminum yfir í það. Þeir kepptust allir við nema hafnsögumaðurinn, sem af og til var að koma til mín með ljóskerið í hendinni og líta á mig, og til að glotta framan í mig og kinka kolli, alltaf á þennan sama djöfullega hátt. Ég er nógu gamall núna, til þess að skammast mín ekki fyrir að kannast við, að þessi mann- hundur skelfdi mig. Óttinn, böndin og keflið, og það, að ég hvorki gat hreyft hönd eða fót, hafði nærri því gert út af við mig, þegar Spán- verjarnir hættu vinnu sinni. Það var komið að dögun. Þeir hÖfðu tekið talsvert af farmi okkar, en mikið var þó eftir og þeir voru nógu skynsamir að hypja sig á brott með það, sem þeir höfðu náð í, áður en bjart var orðið. Það er víst ekki þörf á því, að segja það, að ég gerði ráð fyrir hinu versta, sem mér gat dottið í hug, meðan á þessu stóð. Það var augljóst, að hafnsögumaðurinn var njósnari óvinanna, og sem hafði kom- ist fyrir fyrirætlanir vorar, án þess að upp um hann kæmist. Hann eða félaga hans mun hafa grunað, hver farmur okk- ar væri og við höfðum varpað akkerum á öruggum stað fyrir þá, til að koma okkur á óvart. Við höfðum goldið þess, hvað við vor- um fámennir og þar af leiðandi ófull- nægjandi vörður á skipinu hjá okkur. Þetta var nú allt augljóst, en hvað ætlaði hann að gera við mig? Sem ég er lifandi maður, þá fer enn þá hryllingur um mig, þegar ég segi frá því, sem hann gerði við mig. Þegar þeir höfðu allir farið af brigg- skipinu, nema hafnsögumaðurinn og tveir spænskir sjómenn, þá tóku þessir mig upp og færðu mig fram á skipið og niður í lest, og bundu mig þar fastan á gólfið, svo að ég aðeins gat velt mér á hliðarnar, en alls ekki fært mig úr stað. Þar skildu þeir mig eftir. Báðir sjómennirnir voru svínfullir, en hafnsögumannsdjöfullinn var algáður — taktu eftir því, — eins gáður, eins og ég er núna. Ég lá á þilfarinu dálitla stund, í þreif- andi myrkri; hjartað barðist svo í brjóst- inu á mér, eins og það ætlaði að fara það- an veg allrar veraldar. Ég hafði legið þarna í fimm mínútur eða svo, þegar hafnsögumaðurinn kom aftur. Hann hafði bölvaðan kertastjakann skipstjórans í annarri hendinni og í hinni hélt hann á bor og löngum, grönnum baðmullarþræði vel vættum í olíu. Hann setti kertastjakann, með nýju kerti í, sem hann hafði kveikt á, niður hér um bil

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.