Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 26
168 NÝJAR KVÖLDVÖKUR þessir tveir, sem voru að bíða, hvor fram hjá öðrum — gengu svo á að gizka fimmtán skref sinn í hvora áttina, sneru svo við stór-furðulega samtaka og mætt- ust þar af leiðandi á ný rétt fyrir utan dyrnar. Þannig gengu þeir — lengi. Loksins — rétt í því, er þeir mættust, var hurðin opnuð. Þeir sneru sér báðir samtímis — og brostu hvor til annars. — I dyrunum stóðu þær Hilda og Aníta. En hamingjan mátti vita — þessir tveir vissu það ekki — hvor var hvor. Dökkbláar kvöldkápur með dökkum skinn-faldi — bláar leikhúshettur — ljós- ir hrokkinkollar — blá hláturmild augu — og spékoppar. „Svo tek ég minn, og taktu þinn — og afgangs verður enginn“, —*) — röddin — ja, var það Hilda eða An- íta. Lautinant Berg sneri sér allt í einu að honum, sem var eitthvað í banka: „Premier-lautinant Berg“. „Weymann“.. „Ég ímynda mér, að við séum að bíða eftir hvor sinni af þessum ungu dömum. En getið þér sagt mér, eftir hvorri þér bíðið? því þá er ég að bíða eftir hinni“. Weymann hló, bjartan kitlandi hlátur. „Ómögulega. Ég er líka að bíða eftir hinni. Gerið þér svo vel. Þér fyrst, herra lautinant“. Hilda og Aníta urðu svo að skera úr málinu. Nú kom það í ljós, að Aníta ög Wey- mann höfðu einnig verið að hugsa um leikhús og Bristol, og svo urðu þau ásátt um að verða samferða. Niðurstaðan varð samt sú, að þau slepptu leikhúsinu — því að Hilda sagði, að sig kitlaði í fæturna af dans-löngun. — Meðan Hilda og Aníta voru niðri í fatageymslunni til þess að fara úr yfir- *) Úr norskum barna-söngleik Þýð. höfnum sínum — pöntuðu herrarnir borð' og stóðu nú í forsalnum og biðu þeirra. „Ég vil bara innilega vona, að þær séu nú ekki í nákvæmlega eins kjólum“, sagði Weymann allt í einu. „Nei, til allrar hamingju eru þær það' ekki“, sagði lautinant Berg, er ungu stúlk- urnar komu upp rétt í þessu — þær voru báðar í bláum kjólum, en mismunandi á lit. „Takið þér nú eftir því, að minn kjóll er ljósari“, sagði Hilda við lautinant Berg. „Og minn er dekkri“, sagði Aníta hlæj- andi við Weymann. Dansa — dansa — dansa! Hver getur setið kyrr og verið að borða,. þegar músíkin fyllir salinn og er svo raf- mögnuð, að það er allsendis ómögulegt að halda höndum og fótum í skefjum! Maturinn varð kaldur — kaffið líka- Vindlingarnir lágu hálfreyktir. „O — o —“ tautaði Aníta í hrifni sinni,. er hún sveif yfir dýrðlega flögu-gólfið með Weymann í dásamlegum vals. Og Weymann dansaði ágætlega. „Og ég sem. aldrei áður hef kært mig um að dansa. Hilda hefir dansað — já, hún hefir sann- arlega dansað. Og ég hefi hæðst að henni, af því hún var svo tryllt í að dansa. — Ég. skal aldrei gera það framar“. Það var í dálitlu hléi. Þau sátu öll fjögur heit og rjóð og glöð og spjölluðu og hlógu. Því þetta var dásamlegt kvöld! — Var ekki músíkin inndæl — og var það ekki dýrðlegt að vera ungur! — „Jæja, systir góð“, sagði Hilda hlæj- andi og lyfti glasi sínu gegn Anítu — „mér virðist, að þú hafir verið að dansa!“ „Heyrðu“, hvíslaði Aníta allt í einu. „það situr herra dálítið til vinstri og horf- ir svo á þig“. „Á mig?“ Hilda leit snöggt við og mætti djúpum gráum augum. „En að þú skulir segja þetta svona. Þú áttir að segja

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.