Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 35
ARABAHOFÐINGINN 177 er öðru hvoru kom henni til að andvarpa þungan. Hún öfundaði hann af þeim ljóma, er blikaði í augum höfðingjans, og hún öfundaði hann af hljómblæ hinnar þýðu, djúpu raddar, sem hún elskaði. Síð- an leit hún á höfðingjann. Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum með hendur Spenntar um hnakkann og vindling í munninum. Framkoma hans og viðmót við Norðurálfumanninn var eins og vinar við vin á sama stigi, hinn yfirlætislegi skipunarrómur, sem hann beitti við sína menn, var horfinn, og hrein og látlaus andmæli frá Saint Hubert vöktu hjá hon- um aðeins glaðan hlátur og samsinni með talandi handaburði, sem gaf það greini- lega í skyn, að hann léti það allt gott heita. Er þeir sátu þarna samhliða, kom greini- lega í ljós, hve ólíkir þeir voru í mörgu og miklu. Frakklendingurinn var magur, grannvaxinn og fölur í andliti, svo að hann leit nærri því veiklulega út. En við hlið hans sat höfðinginn sterklegur og þrekmikill og minnti helzt um stolt og glæsilegt dýr, og hin rólegu tilsvör hans skáru greinilega af við hið öra og órólega látbragð greifans. Díana stalst til að gefa þeim nákvæmar gætur gegnum löngu augnahárin. Raddir þeirra stigu og hnigu á víxl — þeir virtust hafa svo margt að segja hvor öðrum og töluðu jöfnum hönd- um frönsku og arabisku, svo að hún skildi ekki mikið af því, er þeir sögðu, og þótti henni eiginlega aðeins vænt um það, þvi að hún kærði sig ekkert um að vita, um hvað þeir væru að tala. Svo virtist, sem þeir hefðu alveg gleymt nærveru hennar út af öllu því, er þeir þurftu að segja hvor öðrum, enda höfðu þeir eigi sézt í full tvö ár. Og hún var einnig mjög þakk- lát fyrir að fá að vera út af fyrir sig, sæl og glöð yfir því sjaldgæfa tækifæri til að fá að sitja í friði og virða fyrir sér andlit manns þess, sem hún unni svo heitt, en það þorði hún svo sjaldan að gera, er þau voru ein saman, af ótta við það, að þá myndi hann lesa leyndarmál hennar í aug- um hennar. En nú gaf enginn gætur að henni, og augu hennar hvíldu í sífellu á honum í ástríðuþrunginni þrá, og hugur hennar var svo fjarri, að hún veitti því enga eftirtekt, að Gaston kom inn, fyrr en hann stóð þar allt í einu, eins og hon- um hefði skotið upp úr jörðinni við hlið- ina á húsbónda sínum og sagði eitthvað í hljóði, og stóð höfðinginn þegar upp. „Það eru einhver vandræði með einn hestanna. Viltu koma með út? Þú hefðir kannske gaman af því?“ Þeir gengu út saman og skildu hana eina eftir, og hún smaug þá inn í innra herbergið. Að hálfri stundu liðinni komu þeir inn aftur og stóðu þá ofurlitla stund og spjölluðu saman, unz greifinn fór að geispa og tók upp úrið sitt hlæjandi og sýndi vini sínum, hvað það væri framorð- ið. Höfðinginn fylgdi honum yfir í svefn- tjald hans og settist á ferðabedda hans. Saint Hubert gaf þjóni sínum vísbend- ingu um, að hann mætti fara og tók svo að afklæða sig þegjandi. Það var eins og mælska hans hefði skyndilega þverrað, og hláturinn visnað á vörum hans. Hann hleypti brúnum og flýtti sér að rífa sig úr fötunum. Höfðinginn sat þegjandi stundarkorn og gaf honum auga. Svo tók hann vindl- inginn út úr sér og brosti ofurlítið. „Eh bien, Raoul, segðu það nú!“ mælti hann rólega. Saint Hubert snar-snerist á hæl í einu vetfangi. „Þú hefðir átt að hlífa henni við því!“ kallaði hann upp. „Við hverju?“ „Hamingjan góða, maður! Við að hitta mig!“ Höfðinginn sló öskuna kæruleysis- lega af vindlingi sínum með fingrinum, eins og þetta kæmi honum ekkert við. 23

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.