Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 16
158 JMÝJAR KVÖLDVÖKUR irnar. Það stóð of hátt og of langt frá mér til þess að ég gæti það. Ég reyndi og reyndi og reyndi aftur, en gafst síðan upp á nýjan leik og lá nú al- veg' kyrr, starandi í sífellu á kertið og kertið á mig. Áraglamrið var nú orðið mjög dauft. í morgunkyrrðinni gat ég að- eins heyrt þau verða daufari og daufari. Ég var farinn að verða einkennilegur innanbrjósts, án þess þó að ég fyndi, að kjarki mínum hrakaði mikið úr því, sem komið var. Skarið á kertinu varð allt af hærra og hærra og lengd kertisins á millí logans og kveikiþráðsins, sem var lengd lífs míns, varð allt af styttri og styttri. Ég reiknaði það út, að ég myndi eiga hálfan annan klukkutíma eftir ólifað. Hálfan annan klukkutíma! Voru nokk- ur líkindi til þess, að bátur gæti komið frá ströndinni á þeim tíma? Hvort sem þetta land, sem skipið lá við, var í hönd- um vina eða óvina, þá hlutu þeir fyrr eða síðan að senda út í skipið, af því það var ókunnugt þar um slóðir. En spurningin fyrir mig var, hversu fljótt myndu þeir gera þetta? Ég sá það gegnum rifuna, að sólin var ekki komin upp enn þá. Ekkert þorp var á ströndinni, það vissi ég vel, því að ekk- ert ljós höfðum við séð þar, þegar við vörpuðum akkerum. Ég gat ekki fundið, að það væri nokkur vindur, sem gæti borið eitthvað skip til mín. Ef um sex klukkutíma hefði verið að ræða, þá gátu verið líkindi til þess. En einn og hálfur klukkutími, sem nú var kominn ofan í einn og „kvarter“ meðan ég var að velta þessu fyrir mér — eða með öðrum orðum, svona snemma morg- uns við óbyggða strönd og dauðakyrrð allt í kring — það var engin von. Eg gerði hina síðustu örvæntingartil- raun til að losa mig en skar mig aðeins dýpra en áður. Eg gafst upp ennþá einu sinni og lá nú kyrr og reyndi að heyra áraglamið ennþá.. Eg heyrði ekkert, nema af og til skvamp í fiski og brakið í hinum gömlu og feysknu. rám briggskipsins, þar sem það vaggaði sér á undiröldunni. Klukkutími og fjórð- ungur stundar. Skarið óx hræðilega á hverjum stundarfjórðungi. Stórt og gló- andi, var það farið að hallast til hliðar. Það hlaut að falla af bráðum. Mundi það falla af rauðglóandi og mundi ruggið á skipinu valda því, að það félli á þráðinn? Ef svo yrði þá átti ég að- eins tíu mínútur eftir ólifað í staðinn fyr- ir klukkutíma. Þessi uppgötvun leiddi mig um stundar- sakir til annara hugsana. Eg fór að velta því fyrir mér, hversu það nú væri, að vera sprengdur í loft upp. Kvalafullt! jæja, það myndi víst vera of skyndilegt til þess. Ef til vill dálítill brestur innan í mér eða að utan, eða þá hvorttveggja — og svo ekki meir. Ef til vill ekki einu sinni brestur, — hann, dauðinn og sundrunin á lifandi líkama mínum í margar miljónir eldneista, gæti gerzt á einu og sama augnabliki. Ég gat ekki gert mér það ljóst, hvernig þetta myndi eiga sér stað. Þessi augnablikskyrrð í huga mér hvarf nú brátt, og ég leit í kringum mig. Þegar ég fullkomlega hafði áttað mig, sá ég að skarið var orðið hræðilega stórt, reykinn lagði upp af því og það var farið að hall- ast ískyggilega. Örvæntingin og óttinn tók mig aftur heljartökum af því að sjá þetta. Ég reyndi að biðja — í hjarta mínu —• eins og þú skilur, því að keflið hindraði mig í því að bæra varirnar. Ég reyndi, en það var eins og kertið brenndi upp bæn- ina í mér. Ég barðist við, að slíta augunum af þessum hægfara morðloga, og reyndi að horfa á dagsbirtuna, sem farin var að gægjast niður um rifuna á lestaropinu. Ég reyndi einu sinni, reyndi tvisvar og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.