Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 4
146 NÝJAR KVÖLDVÖKUR sem hann er kunnugur. Fyrir bragðið er allt heilsteypt og rétt. Það er ákaflega mikið, sem eftir Guð- mund liggur. Auk Blindskerja, sem komu út 1921, er „Nokkur orð um íslenzkan sagnaskáldskap (1923), „Strandbúar“ (1923), „Vestan úr fjörðum“ (1924), „Veð- ur öll válynd“ (1925), „Brennumenn“ (1927), „Guð og lukkan" (1929), „Kristrún í Hamravík" (1933), „Einn af postulun- um“ (1934), „Kristrún í Hamravík og himnafaðirinn" (1935), „Virkir dagar“ I (1936) ogloks „Sturlaí Vogum“I—II (1938). Alltaf hefur Guðmundur jafnt og þétt verið að vaxa í ritverkum sínum, enda þótt allir kostir hans verði gjörla fundnir í þeim öllum, en með síðustu bók sinni, „Sturla í Vogum“, er hann búinn að skipa sér í fremsta sess skáldsagnahöfunda vorra, og sú mun verða raunin, að ef það rit kemst á erlendar tungur, þá mun nafn hans fljúga víða. Það er samfellt og gloppulaust, heilbrigt og ósmeðjulegt og þó fullt af fínustu tilfinningum, allt eðli- lega fléttað í eina keðju. Þetta rit er eitt af meistaraverkum íslenzkra bókmennta. Ekki má svo skiljast við, að þess sé ekki getið, að Guðmundur er einn snjall- asti fyrirlesari landsins, og munu þeir hinir mörgu, sem hafa hlustað á hann í Útvarpinu, kannast við það. í fám orðum sagt, Guðmundur er frábær listamaður. Steindór Steindórsson frá Hlöðum: Forfeður manna. Þegar sú skoðun fyrst var í ljós látin, að mennirnir væru nánir dýrunum að skyldleika, já, meira að segja ættu ætt sína að rekja til þeirra, ætluðu, sem kunnugt er, fjöldi manna af göflum að ganga. Og enn eru til bæir og landshlutar úti um heim, þar sem naumlega er hættu- laust að ræða upphátt um þessi atriði náttúrufræðinnar. Mönnum virðist það einkennilega óviðfelldin hugsun að eiga að baki sér langa og furðulega þróunar- sögu. Þeir vilja halda dauðahaldi í þá skoðun eða trú, að maðurinn einn hafi verið skapaður út af fyrir sig án skyld- leika við aðrar verur hinnar lifandi nátt- úru. Það er eins og þessum sömu mönn- um gleymist það, að einmitt sú skoðun að maðurinn sé fram kominn við þróun lífveranna allt frá örófi alda, felur óbein- línis í sér fyrirheit um framhaldandi þró- un og framför, þar sem annars mætti ætla að um kyrrstöðu eða afturför væri að ræða. En það er ekki ætlunin, að ræða fram og aftur um viðhorf manna gegn þessum stefnum, heldur hitt að skýra stuttlega frá ýmsu því, sem menn nú vita um fyrstu forfeður mannanna, sem í mannsmynd hafa verið. Einn hinn frjó- asti þáttur náttúrufræðinnar hefir stein- gervingafræðin verið nú um langan ald- ur. Hinar steinrunnu leifar löngu liðinna dýra og jurta hafa veitt oss mönnum hina furðulegustu fræðslu, ekki aðeins um hversu lífinu hafi verið háttað á löngu liðnum jarðöldum, heldur einnig furðu mikið um loftslag og annað ástand jarðar vorrar á hverjum tíma. Og sízt má gleyma því að þessar steinaleifar hafa

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.