Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 19
Margit Ravn Sýslumannsdæturnar. Ósló 15. sept. „Jæja, þá erum við nú hingað komnar — guði sé lof“, segir Malla frænka. Ég skil nú ekki almennilega, hversvegna hún segir guði sé lof — en ef til vill var það nú ekki svo auðvelt að sleppa taumunum á sýslumannssetrinu, samt sem áður. Ég verð annars að segja, að Álfhildur — það getur þó enginn ætlast til, að ég segi „mamma“ í dagbókinni minni — var stór- kostlega sæt og nærgætin. Og pabbi var svo hamingjusamur, En hvað ég er glöð yfir því, að við Hilda skyldum sækja þau út á Víkureyri. Þegar Hilda minnist á ferðina þá, talar hún allt í leiðinlegum kaldhæðnis-tón og segir: -— „Jú, ég held nú það — Alveg ljómandi. Aníta og ég hvítklæddar. Hún við stjórn — ég með fenderinn. Flagg — birkihríslur — jú, ég held nú það — al- veg ljómandi!“ o. s. frv. En nú tala a. m. k. allir um það, hve „yndislegt samkomulagið sé milli sýslu- mannsfrúarinnar og tvíburanna“. Jæja — nú er hún þar, og við hér. — Því verður ekki neitað. Við höfum það svo vistlegt — þrjú herbergi og eldhús. Það heyrist heldur en ekki flott — en það er.það í rauninni ekki. Leigðum með húsgögnum og öllu hjá Ólafi frænda, sem fór til Þýzkalands og verður heilt ár í burtu og tók með sér — eins og Hilda segir — konu og barn. Hilda gengur í Hljómlista- skólann og spilar fiðlu. Ég átti að byrja á söngtímum, en úff — ég er svo slæpings- leg. Og svo langar mig líka til svo margs annars. Eitthvað nytsamt. Mig langar svo til að læra hraðritun og fá mér vinnu. Innvinna mér eitthvað sjálf. Það giftast ekki allir — ég vil annars heldur ekki gifta mig. O, þó ég verði hundrað ára, þá gleymi ég aldrei kvöldinu, þegar Hilda kom þjót- andi upp og sagði: — „Heyrðu, ég er trú- lofuð!“ Mér fannst allur heimurinn hrynja niður yfir mig. Ofan á brjóstið á mér. Mér fannst ég ætla að kafna, Ég finn ennþá til þess, þegar ég hugsa um það. En svo hleypti ég í mig kjarki og sagði allt það fallega, sem ég bjóst við, að hún ætlaðist til að ég segði. En það hefði ég getað sparað mér. Hún hlustaði ekkert á mig. — „O, ég er svo syfjuð“, sagði hún — „en hvað það skal verða inn- dælt að sofna. — „Hvað ertu að segja? Lukkuleg? — Jú, auðvitað verð ég lukku- leg — hversvegna ætti ég ekki það? Uff, mér finnst það vera vindlingabragð að mér — eða lykt öllu heldur. Hvað það er andstyggilegt“. Og hún burstaði tennurn- ar og skolaði munninn og prédikaði: „Púsj — þakka þér fyrir allt það fallega, sem þú sagðir — það var eflaust stórfínt —• það var bara svo erfitt að heyra það. — Þú átt ekki að tala með andlitið niðri í koddanum. Það er ekki fínt“. —— Og svo smeygði hún sér upp í rúmið og teygði vel úr sér. — „En hvað ég er þreytt —“ og að einni mínútu liðinni var hún steinsofnuð. — Sofnuö. — Að hún skyldi geta það. t— Ja, ég svaf ekki. Það er allt og sumt, sem ég þarf að segja um þá nótt. Og þá man ég allt saman. Hvers- vegna gat honum ekki allt eins þótt vænt um mig. Við sem erum svo líkar — til að sjá! Annars — já annars erum við svo ólíkar. — Hún hékk um hálsinn á hon- um, þegar hún var að kveðja — og sagði: 21

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.