Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 17
KERTIÐ 159 gafst síðan upp. Því næst reyndi ég aðeins að loka augunum — einu sinni og í annað sinn tókst mér það: „Guð blessi mömmu og Lissie systur mína; Guð veri með þeim báðum og fyrirgefi mér“. Þetta var allt, sem ég hafði tíma til að segja með sjálf- um mér, áður en augu mín lukust upp á ný. Kertið kastaði birtu í augun á mér og brenndi sig inn í mig og eyddi öllum mínum hugsunum á svipstundu. Ég heyrði ekki til fiskanna lengur, ég heyrði ekki brakið í ránum, ég gat ekki hugsað, ég gat ekki fundið svita dauða- angistarinnar á andliti mér. — Ég gat að- eins starað á glóðheitt skarið, það riðaði til, beygðist yfir á aðra hliðina — nú á hina — og féll svo niður á skálina á kertastjakanum, glóðheitt fyrst í stað, en brátt varð það svart og hættulaust, meira að segja áður en það var fallið ofan í skálina. Nú greip mig óstjórnlegur hlátur. Já, ég hló af því, að skarið skyldi hafa fallið svona. Ef keflið hefði ekki verið, hefði ég öskrað af hlátri. Eins og ástatt var fyrir mér, hló ég með sjálfum mér — hristist þangað til blóðið var farið að stíga til höfuðsins á mér og ég var nærri því kafnaður af andþrengslum. Ég var samt nægilega mikið með sjálfum mér til þess að finna það, að þessi hræðilegi hlát- ur minn á þessu augnabliki var merki þess, að ég væri kominn að því, að tapa valdi á viti mínu. Mér tókst að stilla mig dálitla stund, áður en hugur minn reif sig lausan eins og hræddur hestur og hljóp með mig veg allrar veraldar. Eitt þægilegt augnatillit til dagsskím- unnar, var það fyrsta, sem ég reyndi enn þá einu sinni. Baráttan við það, að taka augun af kertinu, er sú hin harðasta, sem æg hefi nokkurntíma átt í, og ég tapaði. Kertaloginn hafði eins traust tök á mér, 'Cins og böndin höfðu á fótum mér. Ég gat ekki litið af honum, ekki einu sinni lokað augunum, hversu sem ég reyndi. Nú var skarið að vaxa aftur. Bilið milli logans og þráðarins hafði nú stytst um heilan þumlung eða meira. Hversu lengi mundi þessi þumlungur af tólgarkertinu halda lífinu í mér? Fjörutíu og fimm? Hálf tíma? Tuttugu mínútur? Já," einn þumlungur af tólgarkertinu mundi brenna lengur en tuttugu mínútur. Einn þumlungur af tólg, að hugsa sér það, að líkama manns og sál sé haldið saman með einum þumlungi af tólg. Undarlegt. — Hinn voldugasti konungur, sem situr á veldisstóli getur ekki haldið líkama manns og sál saman ef svo ber undir — en hér getur þetta kertisskar gert það, sem konungur getur ekki. Ég hefi nokkuð að segja mömmu, þegar ég kem heim, sem mun vekja meiri undrun hennar en nokkuð það, sem komið hefir fyrir mig á sjóferðum mínum. Ég hló með sjálfum mér að þessari hugsun, þangað til að kertið hljóp inn í augu mér og sleikti upp þessa hugsun með glóandi logatungunni, brenndi hana upp fyrir mér og gerði mig eins og tóman og kaldan og rólegan að nýju. Mamma og Lizzie. Ég veit ekki hvenær þær komu aftur, en þær komu samt, ekki í huga minn, eins og mér virtist áður, heldur í eigin mynd, rétt fyrir framan mig, þarna í lestinni. Já, það var áreiðanlegt, þarna var Lizzie, eins glaðleg og venjulega — hún hlær að mér. Hví er hún að hlæja? Jæja þá, því þá ekki það? Hver getur álasað Lizzie fyrir það að halda, að ég lagi þarna á bakinu, út úr drukkinn í kjallar- anum, með bjórtunnurnar allt í kringum mig. Bíðið við — nú hrópar hún — þarna þyrlast hún til og frá í einu gneistaflugi, hún baðar höndunum og æpir á hjálp ■— daufari og daufari — nú er hún horfin — brunnin upp í þessari eldmóðu — móða — eldur — nei hvorugt. Það er mamma,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.