Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 8
150 NÝJAR KVÖLDVÖKUR landinu verið meiri en í sumum sveitum þar. En hafið hefir ekki einungis verið óvinur, sem berjast þurfti við, það hefir einnig verið örlátur gjafari og uppalandi. Náttúran þar vestra, hrjúf og stórbrotin til lands og sjávar, hefir alið upp fólk, sem að sumu leyti er einræningslegt en stórbrotið í allri skaphöfn og drengir góð- ir. Og slíkur maður er Sturla í Vogum, sem Hagalín kynnir okkur í hinni nýju bók sinni. Vér fylgjumst að vísu ekki með honum meira en einn vetur, en nóg er sagt frá uppvexti hans og fyrri æfi, til að skilja, að einmitt svona hlaut hann að verða. Við kynnumst honum fyrst þegar haustofviðrið er að feykja burtu hlöð- unni hans með öllum sumarheyfengnum, og bátnum hans líka, en þar vestra er báturinn eitt helzta lífsbjargarskilyrðið. En Sturla lætur ekki bugast af óhöppum, heldur leggur gunnreifur til atlögu. Sturla er skapmaður með meiri líkams- þrótti og sterkari skaphöfn en almennt gerist, og hann elur þá trú í brjósti, að hann sé sjálfum sér nægur og geti barist gegn öllum heiminum, ef á þurfi að halda. Sagan sýnir að vísu, að þessi trú hans bíður skipbrot, en um leið lærir Sturla sannindin um mátt samhjálparinn- ar. Það er sá boðskapur, sem bókin flytur, að hversu sterkir, sem einstklingarnir eru, þá hljóti þó samtökin og gagnkvæm samúð þeirra að koma til sögunnar, þegar velta á þyngstu Grettistökunum úr leið- inni. Enda þótt í sögunni komi fyrir meiri mannvonzka, en yfirleitt mun fyrirhittast hér á landi, þá andar samt frá henni og persónum hennar yfirleitt góðlátlegri hlýju, og manni finnst, að í raun réttrí séu mennirnir betri, en þeir í fljótu bragði líta út fyrir. Jafnvel Einar gamli í Neshólum, mannleysan og varmennið, vekur næstum samúð lesandans, þegar hann að lokum gerir upp reikninga æfi sinnar. Annars virðist mér þáttur þess Neshólafólks fremur spilla sögunni, enda þótt gerð sé grein fyrir, af hverjum or- sökum eðli þess og athafnir sé sprottið. Atburðirnir um andlát Þorbjargar í Vog- um eru full reyfarakenndir, og trúi ég: vart að Hagalín hefði ekki getað gert þá úrslitaatburði skapfellilegri og raunhæf- ari. Brynjólfur stórbóndi á Hömrum er hörkukarl, sem einskis svífst til að koma fram málum sínum, en ber þó manns- hjarta í brjósti og er hafinn yfir svívirð- ingastarfsemi Neshólafólksins. Þá má ekki gleyma Gunnlaugi Austfirðing, stór- lygaranum, sem hefir vanið sig á lygina 1 sjálfsvarnarskyni, en er sæmdar- og hyggnismaður inni við beinið. En einhver allra skemmtilegasta og hugþekkasta per- sóna sögunnar er þó Björn gamli í Vog- um, sem alltaf er að tala við Guðrúnu sína, þótt hún sé löngu látin. En hæst af persónum sögunnar ber þó söguhetjuna sjálfa, Sturlu bónda. Lesand- anum verður ósjálfrátt að bera hann sam- an við annan sjálfstæðan mann, sem mjög hefir verið umtalaður í nýjum bókmennt- um, Bjart í Sumarhúsum, og óneitanlega verður lítið úr Bjarti í þeim samanburði, enda verður þeirri hugsun tæpast varizt, að Sturla sé fram kominn sem einskonar svar gegn Bjarti. Lýsing ömurleikans og vonleysisins í „Sjálfstæðu fólki“ hefir knúð fram hina þróttmiklu persónu Sturlu í Vogum. Höfundur Bjarts lýsir honum frá sjónarmiði hins kaldhæðna áhorfanda, sem í raun réttri er sama um hvernig allt veltist vegna þeirrar trúar hans, að menn- irnir og þjóðfélagið sé allt á niðurleið, og honum komi ekkert við hvernig það end- ar. En Hagalín þykir ekki einungis vænt um Sturlu heldur lifir hann og berst með honum, tekur þátt í ósigrum hans og sigr- um, og skilur við hann að lokum sem sterkari og betri mann en nokkru sinni fyrr, þar sem Bjartur er að lokum orðinn einskonar vogrek í mannfélaginu. Því fer

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.