Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 5
FORFEÐUR MANNA 147 lagt eitt þyngsta lóðið í vogarskálina, til að sanna að lífið á jörðunni hefir stöðugt verið að þroskast frá hinum ófullkomnu lífverum til annara fullkominna. Leitin að steingervingum hefir verið rekin af hin- um mesta dugnaði víðsvegar um heim. Það var því eigi að undra þótt vísinda- mennirnir tækju sérstaklega að svipast um eftir steingerðum leifum útdauðra manntegunda, eftir að sú kenning hafði verið í ljós látin, að mennrnir væru af sömu ætt runnir og spendýrin, og væru í allnánum skyldleika við apana, einkum hina svokölluðu mannapa. Það skal þegar tekið fram, að enginn heldur því fram, að mennirnir eigi ættir sínar að rekja til nokkurrar núlifandi apategundar, heldur hallast menn al- mennt að því að hvorirtveggju, menn og apar, eigi að rekja ættir sínar til sam- eiginlegra forfeðra. Hvernig sem þessu er háttað þá er þó eitt víst, að leifar hinna elztu mannvera, sem fundizt hafa á jörðu vorri benda óneitanlega mjög í áttina til apanna, þótt enn hafi hinn óyggjandi tengiliður ekki fundizt. Skal nú stuttlega getið hins helzta. Apamaðurinn á Java. Árið 1887 settist ungur hollenzkur lækn- ir, Dubois að nafni, að austur á Sumatra. Hann hafði hneigzt mjög að hinni nýju þróunarkenningu Darwins og fýsti nú mjög að leita sannana fyrir henni. Hann hafði verið háskólakennari, en hafði dæmafáan hug á að reyna að ráða gátuna um uppruna mannsins. Hann trúði þvi fastlega að einmitt austur í Asíu væri elztu mannleifarnar að finna. Knúður af þessari rannsóknarþrá lét hann af stöðu sinni í Hollandi og gerðist herlæknir í ný- lendum Hollendinga, fyrst á Sumatra og síðar á Java. Á Sumatra varð leit hans ár- angurslaus, en árið 1881 fann hann ein- kennilegan jaxl í nánd við bæinn Tunil á Java. Jaxl þessi líktist bæði manns- og apajaxli, en gat þó ekki verið úr neinni núlifandi tegund. Dubois herti nú á leiD- inni við árfarveg þann, er fyrsti jaxhnn fannst í. Eftir nokkra leit fann hann í nánd við jaxlinn efsta hluta hauskúpu (heilabúið) og loks nokkrum mánuðum síðar vinstra lærlegg, öll þessi bein voru í sama jarðlagi en nálægt 10 m. frá jaxl- inum að lærleggnum. Líkur allar benda til, að þessi bein séu úr sama einstakling, þótt eigi sé það óyggjandi. En úr hvaða lífveru eru þá bein þessi? Um þetta atriði hefir margt verið rætt og ritað, en niður- staðan er í stuttu máli þessi. Heilabúið er stærra en á nokkrum núlifandi apa, svo að það er sýnilega af einstakling, sem hef- ir verið meiri gáfum gæddur en þeir. Hinsvegar er það að verulegu leyti minna en heilabú núlifandi manna, jafnvel þótt á frumstæðu stigi séu. Aftur á móti er víst af lögun og gerð lærleggsins, að hann er úr einstakling, sem gengið hefir upp- réttur. Tegund þessi hefir því hlotið nafn- ið „apamaðurinn upprétti“, og hefir af ýmsum verið álitinn tengiliðurinn milli manna og apa. En margir efuðust samt um réttmæti þeirrar skoðunar, að bein þessi ættu sam- an, enda liðu svo mörg ár að engar fleiri minjar fundust þarna. Loks fundust fjór- ir lærleggir nú nýlega í grennd við hinn fyrri fund og annarstaðar á Java hefir hauskúpa úr barni fundizt, og er hún af fróðum mönnum talin úr sömu tegund. Peking-maðurinn. Enda þótt fundur apamannsins á Java þætti merkilegur, var hann samt lengi svo einstæður, að margir gerðu lítið úr honum, sem sönnunargagni fyrir skyld- leika manna og apa. En fleiri rök komu fram og nú úr annari átt. Kína hafði frá 19*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.