Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 40
182 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ákaft af eldheitri ástríðu, sem lá við að væri henni um megn. Hún leit hægt út yfir tjaldborgina, og augnaráð hennar var kyrrlátt og blítt. Allt þetta var sterkt og órjúfanlega tengt manni þeim, sem réði yfir því öllu saman. Hún var svo stollt af honum, stolt af afburða kröftum hans, stolt af því, hve hann gat stjórnað og ráðið við hina hálf-villtu og hvikulu menn sína — hún var stolt af honum, eins og hver önnur frumstæð kona er stolt af einvaldshöfðingjanum, sem stjórnar mönnum sínum með svipunni. Að lítilli stundu liðinni var hún aftur komin inn í tjaldið og gekk til greifans. „Er þetta skáldsaga?“ spurði hún hikandi og benti á handrita-hlaðann, sem óx í sí- fellu. „Nei, madame!“ svaraði hann og sneri sér við á stólnum, studdi handleggjunum á bríkurnar og brosti til hennar. Hún settist upp í dívaninn, og Kópec, sem hafði komið inn með henni, settist við hliðina á henni. „Nei, að þessu sinni er það alvarlegra efni. Það er frásögn um hinn mjög sér- kennilega kynflokk Ahmeds. Þessir menn eru á margan hátt mjög ólíkir öðrum Ar- öbum. Því þeir hafa átrúnað og siðvenj- ur algerlga út af fyrir sig. Þér hafið ef til vill tekið eftir því, að þér sjáið hér eigi samskonar helgisiði og athafnir og hjá öðrum múhameðstrúarmönnum, og það er mjög sjaldgæft og nálega einsdæmi. Kyn- flokkur Ahmeds Ben Hassans dýrkar fyrst og fremst höfðingja sinn, sem þeir elska og dást að, því næst hesta sína, sem þeir eru víðfrægir fyrir, og þar næst — og þá fyrst — Allah!“ „Er Monseigneur Múhameðstrúarmað- ur?“ Saint Hubert yppti öxlum. „Hann trúir á einn guð“, sagði hann, eins og hann vildi leiða hjá sér að svara spurningunni bein- línis, svo hélt hann áfram starfi sínu. Díana sat kyrr og gaf nákvæmar gætur að honum, þar sem hann sat og laut niður yfir ritstörf sín. Hún gat ekki varizt þvi að brosa að þeirri mynd, er hún hafði skapað sér af honum, áður en hann komr- þegar hún nú bar hana samart við sjálf- an manninn, sem sat hér fyrir framan hana. Þessa viku, sem hann hafði dvalið hér í tjaldbúðunum, hafði hann með vin- gjarnlegri framkomu sinni og nærgætni unnið samúð hennar og traust. Hann hafði haft lag á því að snúast rétt og heppilega við þessari erfiðu aðstöðu, enda hafði hann sýnt þá nærgætni og savoir faire, sem hún gat aldrei fullþakkað honum, og" auk þess var enn eitt, sem tengdi þau saman: ást sú, er þau báru bæði til hins merkilega höfðingja þessa merkilega kyn- þáttar. Hver voru upptökin að þessari einkennilegu vináttu milli tveggja svo gerólíkra manna? Vináttu, sem meira að segja virtist ná til fyrstu æskuára þeirra? Þessi spurning lét hana aldrei í friði og ásótti hana æ þrálátara, sem lengra leið. Hún sat grafkyrr á dívaninum og strauk hlýlega hið stóra höfuð hundsins, sem hann hafði lagt á kné henni. Greifinn skrifaði ákaft um hríð og fleygði svo frá sér pennanum, og létti sýnilega yfir honum. Svo tíndi hann sam- an öll blöðin, sem lágu á gólfinu og rað- aði þeim í hlaða á borðinu. Síðan sneri hann sér við á stólnum og leit á ungu, grannvöxnu stúlkuna, sem hallaðist með barnslegum yndisþokka upp að koddan- um að baki hennar og laut með höfuðið niður að gráu og lubbalegu höfði hunds- ins. Og í huga hans gerði vart við sig ó- vænt tilfinning gagnvart henni, sem hann hafði ekki orðið var fyrr. Samúð sú, er hún þegar við fyrstu sýn hafði valdið honum, varð nú að rýma fyrir dýpri til- finningu, nátengdri riddaralegri þrá til að vernda hana frá þeirri óhamingju, sem hún stefndi óhjákvæmilega að.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.