Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 38
180 NÝJAR KVÖLDVÖKUR um mínum, það veiztu vel. Og auk þess, hvers vegna ætti ég að gera það? Ég sagði þér áðan, að hún væri ánægð“. Saint Hubert leit beint í augu honum. „Ánægð! Kúskuð og kúguð á betur við, Ahmed!“ „Nei, nú ertu að slá mér gullhamra, Raoul!“ sagði höfðinginn og hló lágt. „En við skulum ekki vera að tala meira um þetta! Það er hálfgert óhappa-mál, og mér þykir fyrir, að þú virðist taka þér það nærri“, bætti hann við í léttum tón. Svo breytti hann alveg um skap og lagði báðar hendur á axlir Frakklendingsins. „En þetta getur ekki spillt neitt vináttu okkar, mon ami! Hún er of dýrmæt til þess að rakna sökum lítilsháttar skoðana- munar. Þú ert franskur aðalsmaður, og ég--------“ Iiann hló stutt og biturt. „Ég er ósiðaður Arabi. Við getur því alls ekki séð hlutina frá sama sjónarmiði!“ „Þú gætir það, en þú vilt það ekki, Ahmed! Þetta er þér ekki samboðið!“ Hann þagnaði og leit svo aftur upp, brosti ofurlítið út í annað munnvikið og yppti öxlum vandræðalega. „En samt getur ekkert nokkurntíma aðskilið okkur, Ahmed! Ég verð ef til vill öðru hvoru á annari skoðun en þú, og get ekki sam- þykkt gerðir þínar, en ég get aldrei út- máð endurminninguna um síðastliðin tuttugu ár!“ Fáum mínútum síðar fór höfðinginn út úr tjaldi hans, út í dimma nóttina. Hann gekk hægt þessi fáu skref milli tjaldanna, nam staðar sem snöggvast og sagði fáein orð við varðmanninn og stóð svo kyrr fyrir utan tjalddyr sínar og horfði upp í heiðríkan stjörnugeiminn. Persneski hundurinn, sem ætíð svaf í tjalddyrum húsbónda síns, reis á fætur úr hnipri og stakk röku trýninu inn í hendi hans. Höfðinginn klappaði honum, hálfgert ntan við sig, án þess að taka þó nokkuð eftir því. Það var komin yfir hann ein- hver einkennileg óeirð og óróleiki, sem hann aldrei fyrr hafði fundið til á ævi sinni. Hann hafði að vísu orðið þessa var upp á síðkastið, og það hafði aukist með degi hverjum, og nú með komu Saint Huberts hafði það versnað um allan helming. Hann skildi ekkert í sjálfum sér, og hafði enda aldrei haft þann sið að rannsaka sinn innra mann né gagnrýna sjálfan sig og gerðir sínar. Alla ævi hafði hann tekið það, sem hann kærði sig um. Honum hafði ekki verið neitað um neitt af því, sem hann hafði varpað aug- um á. Hann hafði alltaf verið ríkur og getað uppfyllt allar sínar óskir. Hann hafði einnig verið ákaflyndur og stór- lyndur allt frá barnæsku; en þetta ein- kennilega geðstirða og eirðarlausa hugar- ástand sitt gat hann ekki skilið. Hann starði hvössum augum suður á við út í myrkrið. Var það nálægð erfða-óvinar hans, sem nú hafði hætt sér nær honum en nokkru sinni áður — var það hann, sem olli þessari óró og eirðarleysi? Hann hló fyrirlitlega. Ekkert myndi gleðja hann meira, en einmitt að fá tækifæri til að lenda í verulegum árekstri við þann mann, sem honum frá blautu barnsbeini hafði verið innrætt og kennt að hata! Nei, það var ekki Ibrahim Omair, sem olli eirðarleysi hans! — Hann ýtti hund- inum blíðlega frá sér og gekk inn í tjald- ið. Blöð og tímarit lágu á víð og dreif út um allan dívaninn, þar sem Díana hafði setið. Og ennþá sást móta fyrir þar, sem hún hafði legið á hinum mjúku koddum, og ofurlítill knipplings-vasaklútur stóð fram undan einum þeirra. Hann tók upp klútinn og virti hann fyrir sér með for- vitni, og hin djúpa hrukka milli hnykl- aðra augnabrúna hans varpaði skugga á enni hans. Hann leit leiftrandi augum á dyratjöldin milli herbergjanna. Orð Saint Huberts hljómuðu enn í eyrum hans. „Brezk!“ tautaði hann og blótaði ógur-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.