Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 36
178 NÝJAR KVÖLDVÖKUR „Sendimaður þinn kom seint. Ekki fyrr en skömmu fyrir hádegi. Og þá var of seint að gera nokkrar sérstakar ráðstaf- anir“. Saint Hubert gekk nokkrum sinnum hratt fram og aftur um tjaldið og nam svo staðar fyrir framan höfðingjann með hendurnar djúpt niðri í vösunum. Hann yppti öxlum og teygði fram höfuðið. „Þetta hérna er andstyggilegt! Þú gengur of langt í þessu, Ahmed!“ „Geturðu búist við öðru af villimanni?“ svaraði höfðinginn kaldranalega og hló við. „Þegar Arabi sér konu, sem hann girnist, þá tekur hann hana. Ég fylgi sið- um þjóðar minnar“. Saint Hubert smellti óþolinmóðlega með tungunni. „Þjóðar þinnar! — hvaða þjóðar?“ spurði hann lágt. Höfðinginn spratt upp í einu vetfangi. Augu hans skutu neistum, og hönd hans féll þungt niður á öxl Saint Huberts. „Ég vil ekki heyra einu orði meira, Raoul! Ekki einu sinni frá þér —“ hróp- aði hann í bræði. Svo stillti hann sig á augabragði, og reiðisvipurinn hvarf af andliti hans. Hann settist rólega niður og hló glaðlega. Hvers vegna færðu allt i einu þessar siðferðislegu áhyggjur, mon ami? Þú þekkir mig og lifnaðarháttu mína. Og þú hefir áður séð konur í tjald- búð minni“. Saint Hubert stöðvaði hann með óþolin- móðlegri handhreyfingu. „Hér er aðeins alls ekkert sambærilegt. Það veizt þú sjálfur alveg eins vel og ég!“ sagði hann stuttur í spuna og gekk hægt yfir að borðinu, þar sem búnings- dót hans lá, fór að hneppa upp mansjett- skyrtu sinni. „Hún er brezk — það ætti líklega að vera nægileg ástæða!" sagði hann, nokkuð hvassyrtur, aftur yfir öxl sér. „Þú biður mig, mig að hlíía konu sök- um þess, að hún sé brezk? En minn góði Raoul, nú verðurðu mér alltof fyndinn!“ sagði höfðinginn hryssingslega. „Hvar sástu hana?“ „í götum Biskra, í fimm mínútur, fyrir fjórum mánuðum síðan. Greifinn sneri sér snöggt að honum: „Þú elskar hana?“ sagði hann eins og ósjálfrátt. Höfðinginn blés hægt út úr sér reykn- um í langa, þunna þokuslæðu og fylgdi henni með augunum, er hún þyrlaðist upp í loftið. „Hefi ég nokkru sinni unnað konu? Og þessi kona er brezk!“ sagði hann með rödd, sem var hörð eins og stál. „Ef þú elskaðir hana, myndirðu ekki kæra þig neitt um, hverrar þjóðar hún væri“. Höfðinginn skyrpti vindlingsbútnum út úr sér á gólfið. „Ég sver við Allah! Hinn bölvaði kynflokkur hennar er mér sár þyrnir í augum! En hvað því viðvíkur —“ hann yppti öxlum óþolinmóðlega og stóð upp af rúminu, þar sem hann hafði setið. „Láttu hana þá fara!“ sagði Saint Hu- bert fljótmæltur. „Ég skal taka hana með mér til Biskra“. Höfðinginn sneri sér hægt að honum, og óvænt og skyndileg afbrýðisemi logaði upp í augum hans. „Jæja, hefir hún líka gert þig ruglaðan? Er það af því, að þú viljir sjálfur hafa hana, Raoul?“ Rödd hans var róleg og lág, eins og hún var vön að vera, en að baki orða hans lá ógn- un á verði. „Ahmed, ertu alveg brjálaður? Ætlarðu að fara að ybbast við mig eftir öll þessi ár og með þessum forsendum! Bon Dieu! Hvað hugsarðu annars um mig? Við tveir ættum þó að hafa haft of mikið saman að sælda á ævinni til þess að láta konu koma upp á milli okkar! Hvers virði er mér kona eða nokkur önnur lífvera, þeg- ar um þig er að ræða? Það er af allt öðr-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.