Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 45

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 45
ÚTDRÁTTUR ÚR RITDÓMUM 187 Útdráttur úr ritdómum um seinustu bók Guðmundar Hagalín STURLA í VOGUM: »Það þarf ekki frekar orðum að því að eyða, að Guðmundur Hagalín hefir hér skapað meistaraverk. Það er tilgerðaláust og viðburðalaust, einfalt og látlaust, og þess vegna er það meistara- verk. Það má líkja því við salonsábreiðu unna úr hárfínum ullar- þræði, lituðum með íslenzkum mosa og jurtalit. Það er menningar- söguleg lýsing, og það er skáldskapur í senn, ekki skáldskapur í þeim skilningi, að allt sé hugmyndaflug eitt, heldur í þeirri merk- ingu, að viðfangsefnin eru valin af skilningi listamannsins á því, hvað skiptir máli og hvað hefir listrænt gildi (Vísir, 16. sept. 1938). G. /.«* »...Og það ætla ég sé skrumlaust mál, að með þessari síðustu bók sinni, Sturla í Vogum, hefir Guðmundur ekki einungis skrif- að merkilegustu bók sína, heldur og bók, sem er stórum eftir- tektaverð í bókmenntum okkar, og fullkomlega okatæk á mæli- kvarða hvaða bókmenntaþjóðar sem er. Sigurður Einarsson«. Tímarit máls og menningar, I. ár. 2. tbl. 1938. ...fer venjulega svo, að sé bókin góð, þá tekur hún mann þeim tökum, að maður les og les, þar til hún er búin. Þannig fór fyrir mér, er ég fékk hina nýju bók Guðmundar Gíslasonar Hagalín, skáldsöguna Sturla í Vogum.... ...En þessi skáldsaga, Sturla í Vogum er, að mínum dómi, hans höfuðskáldverk og mjög prýðilega samin bók. Sagan hefir ýmsa kosti til að bera, sem oft vantar í skáldsögur okkar yngri manna. Meðal annars er hún rétt lýsing á lífi manna, hér á landi, um síðustu aldamót.......Annan kost hefir Hagalín fram yfir flesta skáldbræður sína: Hann er aldrei óþarflega klúr og reynir aldrei að lífga frásögn sína upp með öfgum eða kitla meðvitund lesendanna með Ijótum og leiðum, sálsjúkum »historíum«, sem óprýða hverja bók.... ...Hagalín hefir hér teiknað sína stóru mynd, sitt stóra mál- verk af íslenzku fólki í afskekktu héraði, eins og það var fyrir um 40 árum síðan, og eins og það, líklega — í raun og veru — er enn þann dag í dag. Og "þessi mynd er engin eftirlíking. — Hún er gerð með sterkum, en þó víða mildum dráttum, djúpum :skilningi á viðfangsefninu og miklum skáldlegum tilþrifum. Þ. /.« Morgunblaðið 1. okt. 1938. »Hagalín hefir með þessu stóra verki unnið nýtt og mikið af- rek í íslenzkum bókmenntum. Sagan ber af því, sem hann hefir áður skrifað, af Kristrúnu í Hamravík að því leyti, að (Dessi saga er umfangsmeiri, fleiri sögupersónur og margbreytilegri, átakan- legri atburðir, sviðið víðara, meiri frjósemi, meira Iitskrúð, meira ívaf, og höfundurinn hefir með þessu skapað Iist sinni meiri möguleika til að njóta sín til fulls. Nærri því ný hlið á list hans, eða ný framför, eru hinar frábæru náttúrulýsingar, rósamar, sterkar og málandi, og blæbrigði umhverfisins, sem þessi bók er full af. Heildaráhrif jpessarar sögu eru mikil og sterk, hver einasta persóna er ljóslifandi og sérstakleg, eðli þeirra, kjör og örlög i sterku, föstu samræmi. I hinni vægðarlausu lífsbaráttu í fásinninu, við örbirgð og misk- unnarleysi blindra náttúruafla, verður fólkið eins og heltekið af * Guðbrandur Jónsson, prófessor. Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar. II. BINDI er komid í prentun og mun koma út á næsta vori. r I sumarsól eftir frú Margit Ravn kemur út i. islenzkri þýdingu á næsta ári. Er þad brádskemmtileg saga, eins og allár sögur eftir þennanhöf. r Ulfssaga eftir Leif K. Rosenthal kemur út á næsta ári í islenzkri þýdingu. Segir hún frá fyrstu frumbyggjum Danmerkur fyrir tiu þúsund árum sidan. Sagan ^r bædi fródleg og skemmtileg og mun marga fýsa ad 1 e s a um þessa gömlu forfedur okkar Nordur- landabúa, menningu þeirra.og baráttu. Á næsta ári kemur út bók eftir Fridgeir H. Berg, þar sem hann segir frá ýmsum merki- legum og einkennilegum dulrænum atburdum, sem hann hefir ordid fyrir.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.