Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 13
KERTIÐ 155 blæjalogn. Aðeins stöku sinnum barst and- vari til okkar af landi ofan. Meðan við biðum, geri ég ráð fyrir að við höfum rekið dálítið til vesturs, og í heilan klukkutíma biðum við án þess að nokkurt ljós birtist á ströndinni — en þá loks — í staðinn fyrir ljós, þá sáum við bát koma róandi til okkar og í honum voru aðeins tveir menn. Við kölluðum til þeirra, og þeir hróp- uðu: „Vinir“. Þeir komu um borð. Annar þeirra var írlendingur, en hinn var kaffi- brúnn innfæddur hafnsögumaður, sem bablaði dálítið ensku. írlendingurinn rétti skipstjóranum miða, sem hann rétti síðan til mín. Miðinn gaf til kynna að ströndin, sem við værum út af, væri ekki örugg fyrir óvinum, og að daginn áður hafi einn njósnarmaður óvinanna (þ. e. gömlu stjórnarinnar) verið tekinn og skotinn. Við skyldum fela skipið hafn- sögumanninum á vald, og hann átti að sigla skipinu til annars staðar á strönd- inni. Miðinn var undirritaður af einhverj- um hershöfðingja. Við létum írann fara einan í bátinn til baka og gáfum nú skip- ið fullkomlega á vald hafnsögumanninum. Hann sigldi skipinu langt frá ströndinni þar til um nón daginn eftir. Fyrirskipanir hans virtust bera vott um það, að hann ætti að halda skipinu vel frá ströndinni. Við breyttum aðeins dálítið um stefnu undir kveldið, til þess að geta náð til strandarinnar fyrir miðnætti. Þessi hafnsögumaður var svipljótari heldur en nokkur flækingur, sem ég hefi séð; magur, ragmennskulegur og nöldrun- arsamur kynblendingur, sem formælti svo skipverjunum á viðbjóðslega bjagaðri ensku, að þeir höfðu helzt í hyggju að kasta honum útbyrðis. Bæði skipstjórinn og ég héldum þeim rólegum, og af því að við höfðum fengið hann eftir fyrirskipun- um, þá urðum við að notast við hann sem bezt við gátum. En undir dagsetrið varð eg svo óheppinn að lenda í deilu við hann, þrátt fyrir það, að ég hefði hinn bezta vilja á því að losna við það. Hann ætlaði að fara niður í skipið með pípuna í munninum, en ég stanzaði hann auðvitað, því að þetta var gagnstætt regl- unum. En hann reyndi að skjótast fram hjá mér. Ég hratt honum til hliðar með annarri hendinni, en það var ekki ætlun mín að hrinda honúm um koll, þó að það einhvernveginn atvikaðist að svo yrði. Hann spratt þegar á fætur eins og eld- ing og þreif til hnífsins. Ég hrifsaði hníf- inn úr hendi hans og sló hann með flöt- um lófanum í andlitið, síðan kastaði ég hnífnum í sjóinn. Hann leit heiftúðugum augum á mig og snautaði síðan aftur á skip. Ég hugsaði ekki mikið um þetta augnatillit, en ég mundi alltof vel eftir því síðar. Við vorum komnir fast að landi, þegar snögglygndi um klukkan hálf tólf þetta kveld, og þá vörpuðum við ekker- um eftir skipun hafnsögumannsins. Það var niðamyrkur og dauða þögn ríkti í kringum okkur. Skipstjórinn var uppi á þilfari með tveimur af okkar beztu mönnum til að halda vörð. Hinir voru niðri, nema hafnsögumaðurinn, sem hnipraði sig saman, líkari höggormi en manni, frammi í stafni. Ég átti ekki að standa vörð fyrr en klukkan fjögur um morguninn. En mér leizt ekki á nóttina eða hafnsögumann- inn eða yfirleitt á útlitið, svo að ég lagð- ist fyrir á þilfarinu til þess að fá mér blund þar, og vera því betur við öllu búinn. Hið síðasta sem ég man var það, að skipstjórinn hvíslaði því að mér, að hon- um litist ekki heldur á útlitið, og að hann ætlaði að ganga niður og líta á fyrirskip- anir sínar ennþá einu sinni. Þetta var það síðasta, sem ég man, áður en hinn hægi, þungi og reglulegi velting- ur gamla briggskipsins á undiröldunni vaggaði mér í svefn. 20*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.