Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 15
KERTIÐ 157 tvö fet frá andlitinu á mér og alveg fast upp við skipssíðuna. Ljósið var dauft, en það var samt nægilegt til þess, að kasta birtu á heila tylft af tunnum eða meira, sem voru í kringum mig í lestinni. Nú tók rhig að gruna ætlun hans, eftir að ég sá tunnurnar. Ég var gagntekinn af skelf- ingu og það sló út um mig köldum svita. Ég sá hann ganga því næst til einnar tunnunnar, sem stóð við sama borðstokk og kertið, hér um bil þrjú fet frá því. Hann boraði gat á tunnuna með bornum og þetta hryllilega duft kom eins og kol- svartur straumur ofan í lófa hans, sem ihann hélt undir. Þegar hann hafði fengið handfylli sína, þá stakk hann þráðarend- anum inn í gatið og neri síðan allan þráð- inn með púðri, þangað til hann var allur orðinn svartur. Það næsta, sem hann gerði — svo sannarlega sem ég sit hérna, og svo sannarlega sem himininn hvolfist yfir okkur ■— var að fara með lausa end- ann á þessum langa, svarta og hræðilega kveikiþræði yfir að kertinu rétt við and- litið á mér. Hann vafði endanum, þessi blóðþyrsti þorpari, marga vafninga um kertið næst um því upp að því miðju. Að því loknu leit hann eftir því, hvort bönd- in á mér væru örugg og laut síðan ofan yfir mig og hvíslaði í eyra mér: „Fljúgðu nú í loft upp með skipinu". Eftir augna- blik var hann kominn upp á þilfar og þeir félagarnir ýttu lestarhlerunum yfir opið. Lengst frá mér sá ég, að þeir höfðu ekki látið hlerana vel yfir, svo að ég sá glampa fyrir dagsbirtunni, þegar ég leit í þá átt. Ég heyrði áraglamrið greinilega fyrst í stað, sem síðar varð allt af ógreinilegra og ógreinilegra, þangað til það dó alveg út og dauða kyrrð hvíldi yfir öllu. Meðan ég hlustaði á áraglamrið, þá horfði ég stöðugt á kertið. Það var alveg nýtt. Ef ekkert kæmi fyrir, þá brynni það út milli klukkan sex til sjö. Kveikiþráð- urinn var vafinn nokkuð upp á það, og þess vegna mundi ljósið ná honum eftir um það bil tvo klukkutíma. Þarna lá ég, keflaður, fjötraður og bundinn fastur við gólfið og horfði á líf mitt brenna niður með kerti rétt við hlið- ina á mér; — þarna lá ég, aleinn út á hafi, dæmdur til að tætast í þúsund hluti og sjá dauðann færast nær og nær með hverri nýrri sekúndu, en þurfa þó að bíða í tvo klukkutíma, vanmátta að hjálpa mér sjálfur og mállaus til að kalla á hjálp annarra. Ég undraðist það mest, að ég skyldi ekki deyja af skelfingu yfir ástandi mínu, áður en hálfur klukkutími var lið- inn, þarna í lestinni. Ég get ekki ná- kvæmlega sagt um það, hvað lengi ég hélt stjórn á sjálfum mér, eftir að ég hætti að heyra áraglamrið. Ég man samt allt út í yztu æsar, sem ég gerði og hugs- aði. Jafnskjótt sem hlerunum hafði verið ýtt yfir lestaropið, þá byrjaði ég á því, sem hver og einn hefði gert í mínum sporum, að reyna að losa á mér hendurn- ar með ofsalegri áreynslu. í þessum brjálæðiskenndu hamförum, þá skar ég mig á böndunum eins og það væru hnífseggjar, en ég gat ekki losað þau. Það var enn þá minni möguleiki til þess að losa á mér fæturna eða að böndin, sem ég var bundin með við gólfið. Ég gafst upp, þegar ég var að því kominn að kafna af andþrengslum. Keflið gerði mér hinn mesta óleik, ég gat aðeins andað í gegnum nefið, og það er heldur þröngur gangur að anda gegn- um, þegar þarf að reyna á sig til hins ýtr- asta. Ég lagði nú árar í bát og náði and- anum aftur, augu mín störðu í sífellu á kertið. Þegar ég var að stara á það, þá datt mér það skyndilega í hug, að reyna að slökkva það, með því að draga djúpt að mér andann og blása á það gegnum nas-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.