Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 43
AR AB AHÖFÐIN GINN 185 kubbað sundur öll bönd og velt um koll öllu því, er margra ára ströng sjálfsaf- neitun og þvingun hafði byggt upp. Blóð- ið suðaði fyrir eyriun hans og sló þungt og hart í gagnaugum hans, er hann barð- ist við að stilla sig. Hann lokaði augunum, algerlega yfirbugaður af þessum nýja og óvænta' viðburði. — Svo opnaði hann aft- ur augun og horfði hikandi og því nær skelkaður niður á hana, greip enn fastara um hönd hennar og laut enn dýpra niður að henni, algerlega töfraður af nærveru hennar. Hann sá hana eins og í þoku, sem birti smátt og smátt, svo að hana grunaði alls eigi, hverjar tilfinningar hún hafði vakið hjá honum. Hún fann aðeins til sam- úðar hans og hafði því lofað honum að halda hönd sinni eins og bróður. Hún hafði beygt höfuðið nærri því niður að hundshausnum, og er Saint Hubert starði á hana, sá hann tár hennar falla niður á gráan feld Kópecs. Hún hafði algerlega gleymt honum, meira að segja því, að hann stóð við hliðina á henni. Svo gagn- tekin var hún af einni einustu hugsun, sem skyggði á allt annað. Með mestu herkjubrögðum tókst honum að stilla skap sitt. Hann varð að vinna bug á þess- ari óvæntu brjálsemi! Sem allra snöggv- ast hafði hann gleymt hinni gömlu trún- aðartryggð við vin sinn, og hann fyrirleit sjálfan sig fyrir það. Að hann skyldi hafa verið kominn á flugstig með að svíkja þann mann, sem í tuttugu ár hafði verið honum meira en bróðir! Hún tilheyrði vini hans, og nú hafði hann eigi framar neinn rétt til að efast um hinn siðferð- islega rétt höfðingjans í þeim efnum! Hann hafði nú náð rólyndi sínu og jafn- vægi á ný. Sár þetta myndi gróa, þótt hann myndi ef til vill alltaf finna til í því; en hann var nógu sterkur til að dylja það, jafnvel fyrir hinum afbrýðisömu augum, sem höfðu haft á honum nánar gætur síð- an. fyrsta kvöldið, er hann hafði sagt höfð- ingjanum meiningu sína. Hann hafði fund- ið til þessa á hverjum degi frá morgni til kvölds. Og hann hafði líka orðið þess greinilega var í morgun, er hann vildi ekki fara með höíðingjanum. Er hann nú hafði náð sér fyllilega, lyfti hann á ný hönd hennar upp að vörum sér, rólega og með djúpri virðingu, og lagði hana síðan niður í skaut henni! Hann kæfði niður andvarp sitt, um leið og hann sneri sér frá henni, er Henri allt í einu kom þjót- andi inn í tjaldið. „O, monseigneur le vicomte! Það hefir viljað til slys!“ Díana rak upp hátt hljóð, sem Saint Hubert gleymdi aldrei síðan. Hún spratt upp, nábleik í andliti, og nafn- ið Ahmed myndaðist á vörum hennar, þótt hún gæti ekki stunið upp einu orði. Hún skalf og titraði eins og espilauf, og greifinn greip ósjálfrátt utan um hana, og hún greip dauðahaldi í hann, og hann fann sárt til þess, að borð eða stóll hefðu á þessu augnabliki veitt henni sama stuðn- ing. „Hvað er að, Henri?“ spurði hann skarpt og steig fram á við, svo að hann stóð á milli Díönu og þjónsins. „Einn mannanna hefir slasað sig á byssu, monseigneur le vicomte! Hann hef- ir skotið sig í hendina!“ Saint Hubert gaf honum merki um, að hann gæti farið, og hafði á næsta augna- bliki allan hugann við Díönu. Hún hafði hnigið niður á dívaninn, tók hundinn um hálsinn og faldi andlit sitt í feldi hans. „Fyrirgefið þér“, hvíslaði hún. „Þetta var heimska úr mér, en hann ríður þessum andstyggilega Shaitan í dag, og ég er allt- af svo kvíðin, þegar ég veit það. Farið þér bara! Ég kem að vörmu spori!“ Hann fór án þess að mæla orð af munni. „Ég er alltaf svo kvíðin!“ í sögum þeim, sem hann hafði heyrt um Díönu Mayo, er hann fór um Biskra, var orðið „kvíðin“ ekki til. Andlitsdrættir hans voru eins og 24

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.