Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 30
172 NÝJAR KVÖLDVÖKUR daginn — og ég hlakka agalega til“, bætti ég við. „Jæja, ef því er þannig varið þá — Mér fannst rödd hans verða svo þung og döpur — en ef til vill var það aðeins ímyndun mín. „Ég verð þá víst að biðja yður afsökunar í dag líka, að því er virð- ist. Þér skiljið víst — ég hélt þetta væri aðeins spaug yðar með trúlofunina — annars hefði ég auðvitað ekki talað við yður, eins og ég hefi gert í dag. — Það var þá ekki spaug yðar?“ „Nei, það var ekki spaug — það er satt“, sagði ég. — „Fyrirgefið að ég hefi ónáðað yður, frök- en — eruð þér að fara í tíma? Hvar njót- ið þér kennslu? Má ég fylgja yður?“ — Og svo fylgdi hann mér að Hljómlista- skólanum — og við töluðum um hitt og þetta — stirt og utanveltu. Og hann rétti mér fiðluna og þakkaði mér fyrir, að hann hefði fengið að fylgja mér — talaði eitthvað um sjúkravitjanir og kvaddi mig svo ósköp stutt og rólega. Og hvort ég spilaði illa! Ástin er víst eitthvað ónæðissamt og þreytandi. — Skyldi hann — jæja ég þarf ekki að hugsa um hann. En hvað það er inndælt, að Er- lingur kemur. Mér finnst ég vera eins og ofurlítil skúta á reki, — og Erlingur er þungt og myndarlegt akkeri. — Það bætist þá öðru hvoru ofurlítið við í bókina mína. Þó það sé ekki mikið. Ég held, að Aníta skrifi meira. Hún og Wey- mann eru nú farin að leggja sig eftir sí- gildum bókmenntum. Þau fara í Þjóðleik- húsið og sitja í parket A og finnst þau vera orðin heldra fólk. — Jæja, þau um það. — í rauninni er dökkt, ofurlítið hæruskot- ið hár, fallegt. Og líka djúp grá alvarleg augu. (Framhald.). E. M. Hull: Arabahöfðinginn. Astarsaga úr eyðimörkinni. Helgi Valtýsson þýddi. (Framhald). Það var orðið framorðið, en hún gaf sér góðan tíma í baðinu og klæddi sig hægt og hikandi í græna kjólinn, sem höfðingj- anum geðjaðist bezt að — það var eins- konar eftirlátssemi við hann, sem hún í rauninni fyrirvarð sálfa sig fyrir. Hún var nýbúin að taka upp jade-hálsmenið, þeg- ar hann kom inn. Hann tók utan um herðar henni og sneri henni harkalega að sér. Og hún fann það greinilega á harðneskju handtakanna, að hann var reiður. „Þú ert ekki sérlega hjartanleg við gest minn!“ „Þarf þá þræll að vera hjartanlegur i viðmóti við gesti húsbónda síns?“ stundi hún upp með herkju-brögðum. „Það sem ég krefst, er hlýðni gegn ósk- um mínum og boðum!“ „Og það er ósk þín, að ég þóknist þess- um Frakklendingi?“

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.