Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 22
164 NÝJAR KVÖLDVÖKUR þegar ég kem heim aftur í kvöld. Segja þér allt, sem við tölum um. — Líttu ekki svona þykkin út, Malla frænka — þú ert þó ekki tengdamóðir mín“. „Nei, guði sé lof“, svaraði Malla frænka innilega. „Þú ætlar þá á Bristol — og ég á þá aftur að finna eitthvað til afsökunar“, sagði Aníta gröm. „Já, ég fer á Bristol — og hvort sem þú finnur nokkuð til afsökunar eða ekki — það er mér alveg sama. — Adjö — æ, elsku látið þið mig nú komast hjá að sjá ásökunar-svipinn ykkar. — Malla frænka, ég lofa því að spyrja lautinant Berg, hvar hann fái peningana — og ef hann segist hafa stolið þeim, þá fer ég undireins. Ert’ ánœgð með þaðv“ Og Hilda kastaði fingur-kossi til Möllu frænku og fór inn í svefnherbergið. Rétt á eftir heyrðu þær hana hjala við köttinn Zacharías, sem þær höfðu tekið með sér að heiman. „Já, þú ert laglegur náungi, kisi minn — að liggja og velta þér á fínasta plissé- pilsinu mínu. Veiztu ekki að það kostar marga peninga að fá það plissérað upp aftur? Og veiztu ekki að ég er búin að eyða öllum vasapeningunum mínum, og ennþá er bara sá 21.? Og hefir þú pen- inga að lána mér, má ég spyrja? Þú ert heimskur náungi“. Zacharías mjálmaði — „ertu svörull líka? Kanntu þá enga mannasiði?11 Malla frænka brosti: „Heyrðu nú til hennar!“ Aníta yppti öxlum. Henni var gramt í geði, og hún reyndi ekkert að leyna því. „Jæja, ég verð þá víst að finna upp á einhverju. En þetta er bæði synd og skömm gagnvart henni elskulegu frú Hauss — og Erlingi líka. Bless Malla frænka“. „Vertu blessuð, barnið mitt — þú gerir þitt bezta“. — Rétt á eftir stakk Hilda hrokknum kollinum inn um dyrnar. „Er dyggðin farin? Jæja! Vildi ekki einu sinni verða mér samferða út á göt- una! Elsku Malla frænka — á morgun skal ég fara á fætur kl. 6 og ná í tvo bíla, svo að ég verði fljót upp til tengda- mömmu. Svo skal ég setjast fyrir u'tan dyrnar hjá henni og bíða, þangað til opnað verður, og svo ætla ég að segja: Ég kem seint tengdamamma, en svo kem ég líka almennilega! Ég vona, að hún skilji, að þó að ég segi seint, þá er það ekkert í sambandi við það, að ég kem kl. 6 um morguninn. Heldurðu að hún hafi lesið Kielland? — Svaraðu mér nú, frænka! Ég get ekki farið og verið róleg, fyrr en ég er viss um það — því annars verð ég að taka eitthvað annað til bragðs. Til dæmis — —“. „Mér finnst þú ekki vera skemmtileg, Hilda“, greip Malla frænka alvarlega fram í. „Bless“, sagði Hilda, smellti hurðinni á eftir sér og hljóp ofan stigann.. Napur kuldagustur næddi út eftir Drammensveginum. Hilda hjúfraði hök- una niður í skinnkragann og hnýtti hend- urnar í handskjólinn. Hún gekk hægt — agalega hægt. Tuttugu mínútur á eftir áætlun. Ham- ingjan góða gæfi, að Berg lautinant hefði misst þolinmæðina og væri farinn! Allt var nú svo leiðinlegt — óbærilega leiðinlegt. — Hversvegna gat Erlingur ekki verið hérna? Hún ætlaði að skrifa honum í kvöld og biðja hann að koma — einhvernveginn. Einhver hlaut að hafa hans þörf, hérna líka — eða þá gat hann sjálfur sett á stofn atvinnurekstur. Pabbi gæti hjálpað honum til þess. Og þá gætu þau allaf ver- ið saman. Hún gæti farið með honum á Bristol — og gengið út með honum — og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.