Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 28
170 NÝJAR KVÖLDVÖKUR „Skiljið þér ekki“, sagði hann í háífum hljóðum — „skiljið þér það ekki, að þér eruð ævintýrið, sem ég hefi beðið eftir alla mína ævi“. Hún hló — til allrar hamingju var hann þá að gera að gamni sínu, já þá gat hún bullað líka. „O — svoleiðis — auðvitað er ég ævin- týrið. Prinsessan í ævintýrinu. Þér eruð þá kannske prinsinn?“ Hún leit upp á hann, en beygði þegar höfuðið fyrir sterku augnaráði hans. Og ósjálfrátt reyndi hún að smeygja sér út úr faðmi hans. „Dansinum er enn ekki lokið“, sagði hann rólega og dró hana að sér — „og maður talar aldrei eins frjálsmannlega og truflunarlaust eins og í hringiðu fjöl- margra dansenda, sem allir hafa meira en nóg með sig sjálfa. — Þér misskiljið mig. Ég sagði ekki, að þér væruð prinsessa — og heldur ekki, að ég væri prinsinn. Ég er aðeins maður, sem hefi starfað og strit- að, og svo hefi ég beðið eftir ævintýrinu — hinu mikla ævintýri lífs míns. Ég vissi, að eitt sinn myndi það koma til mín. Og nú — þér eruð ævintýrið mitt — inndæla ævintýrið mitt!“ Hjarta Hildu lamdist í barmi hennar — hún leit upp á hann stórum undrandi aug- um. Og hún sá, að hann var fallegur, og augnaráð hans magnþrungið. „Ævintýrið mitt!“ hvíslaði hann. O — svo hló hún allt í einu — út úr hálfgildings örvæntingu. „Nei, ég er ekkert ævintýri — að minnsta kosti ekki yðar — það ætti þá að vera ævintýri unnusta míns“. „Unnusta — yðar —. — Æ — fyrirgefið þér fröken Ritter. Þér eruð víst orðin þreytt, — ég hefi dansað of ákaft — en“, og hann leiddi hana liðlega og öruggt gegnum þyrpinguna yfir að borðinu, þar sem lautinant Berg sat einsamall. Þar sleppti hann henni og hneigði sig djúpt. „Þakka yður fyrir dansinn, fröken —“ og við lautinant Berg sagði hann: „Ég er þér mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að dansa við þína dömu dálitla stund. Ég vildi gjarnan mega ljúka úr kaffibolla mínum hérna hjá ykkur, en það er víst orðið framorðið — svo að ég verð að fara. Sjúkravitjanir í fyrramálið, skilurðu. Þakk fyrir í kvöld. Gerið svo vel að heilsa systur yðar frá mér, fröken Ritter — og herra Weymann auðvitað líka. Heilsaðu heim til þín, Eiríkur —“ hann hafði talað hratt og órólega án þess að líta á Hildu, sem ekki hafði mælt orð af vörum. Nú sneri hann sér að henni. „Ég kveð ævintýrið mitt!“ Það var sérkennilegur hljómur í rödd hans. Hann hneigði sig djúpt, og hún stóð kyrr og horfði á eftir þessum glæsilega manni, sem smeygði sér fram á milli borð- anna. „Hvaða rugl var hann að segja?“ spurði lautinant Berg — og án þess að bíða eftir svari bætti hann við: „Skringilegur pan- fíll — annars fjandans ári flínkur ná- ungi. Hefir tekið doktors-stigið, og þó svo ungur. Kvenhatari. Bjánalegt að mínum dómi“. „Já, það finnst nú yður sennilega“, sagði Hilda og hló og lét sig falla þreytu- lega niður í tágastól. Ekkert gaman framar. Nei, ekki dansa. Aníta og Weymann komu nú aftur, al- veg í sjöunda himni. Þvílík músík — því- líkt gólf! Ojá og jæja — en var ekki klukkan orð- in eitt? Jú auðvitað. — Og veslings Malla frænka, sem aldrei gat sofnað, fyrr en þær voru komnar heim. Anítu virtist að vísu Hilda vera alveg stórfurðulega nærgætin, en sagði þó ekk- ert. Auðvitað, það var orðið framorðið. — Nú var það Aníta, sem dansaði upp allan Hallargarðinn — og það var Aníta, sem

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.