Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 27
SYSLUMANNSDÆTURNAR 169 — líttu ekki við, en til vinstri situr o. s. frv.“. „En góða, það er frændi minn“, sagði þá lautinant Berg, „veslings maður — hann situr aleinn — hafið þið nokkuð á móti því, að ég spyrji hann, hvort hann vilji ekki koma til okkar?“ „Hreinskilnislega s.gt — agalega mik- ið“, sagði Weymann, „þá biður hann auð- vitað um að fá að dansa við okkar döm- ur, og — þá — jæja — það lítur út fyrir að hann ætli sjálfur að rífa sig upp úr ein- verunni. — Hann stefnir beint hingað“. Lautinant Berg stóð upp og gekk á móti frænda sínum. Þeir töluðust við fáein orð í hljóði og komu svo að borðinu til hinna, og Berg kynnti frænda sinn, Pál Kaas, lækni —. „Það er víst óþarfi að spyrja, hvort dömurnar séu tvíburar“, sagði Kaas lækn- ir, er hann hafði fengið glas og vindling, og samræður voru komnar í gang. „Algerlega óþörf spurning“, sagði Hilda. Hún studdi olnbogunum á borðið og hök- unni í hendur sér. Hún var að tala við lautinant Berg — og leit ekki einu sinni á dr. Kaas, er hún ósjálfrátt hætti samtal- inu og greip fram í fyrir honum. „Við eigum frænku“, sagði Aníta elsku- lega, „sem segir, að við séum eins líkar og tvö rósenstripsepli. En sé vel að gáð, þó sé annað þeirra ofurlítið maðksmogið“. „Það er ég, sem er það maðksmogna“, greip Hilda aftur fram í — án þess að 1 ít.í við. „Algerlega óþörf athugasemd“, sagði doktor Kaas þurrt. — „Hvað segið þér?“ rauk Hilda upp. Bláu augun hennar leiftruðu gegn gráum og rólegum augum hans. Svo yppti hún ofurlítið öxlum. Uff! Að hún skyldi nenna að rjúka svona upp. Grá og róleg augu — annars karlmannlegur og myndarlegur — tekinn ofurlítið að grána í hári yfir gagnaugunum. — Liðlega þrítugur. Vafa- laust. Hann var ekki eftir hennar smekk. Hún sneri sér aftur að Berg. Músíkin — jazz. Skyldi hann vilja dansa? Hún skyldi svei mér segja nei þakk og dansa svo af stað við Berg. — — „Fröken Aníta — viljið þér reyna þennan dans með mér?“ heyrði hún hann segja með djúpum rólegum málrómi. Og Aníta svaraði — þakk — með ánægju“. — Og svo skeði það furðulega, sem sjald- an kom fyrir, að Hilda Ritter sagði — sennilega í fyrsta skifti á ævi sinni: „Þakk, ég kæri mig ekki um að dansa rétt núna. Við skulum horfa á“. — Og lautinant Berg og Weymann hlýddu báðir og settust niður og „horfðu á“. — En hve þau tvö dönsuðu. Og hve Aníta var leiftrandi falleg. Hann horfði niður á hana allan tímann — og Aníta brosti upp til hans. — Jæja — því ekki það . Þau fengu heitt kaffi í hléinu — og Kaas læknir sá um Anítu. „Má ég leggja sjalið yfir herðarnar á yður. Yður er svo heitt — það gæti hæg- lega slegið að yður. Þér verðið að muna, að ég er læknir. — Þér verðið að vera góð og þæg lítil stúlka“. Og Aníta lofaði honum að hlúa að sér — auðvitað, og hversvegna ekki. O — vals! — Doktor Kaas stóð snöggt upp og rétti Hildu höndina. Og hún stóð þegar upp án þess að segja orð. — Hún, sem ætlaði að segja: Nei þakk — og hann hafði ekki einu sinni beðið hana um að dansa við sig. Hún dró ofurlítið andvarp og sveif út í dansiðuna studd af sterkum armi hans. Hún þorði ekki að líta upp. Hún fann, að hann horfði niður á hana. „Hversvegna hlæið þér ekki núna? Þér brosið ekki einu sinni. Ég hefi horft á yð- ur í allt kvöld. Þér hafið spjallað — hleg- ið — þér hafið ljómað og leiftrað. — Og nú?“ „En góði — ég —“, hún vissi ekki, hvað hún átti að segja. 22

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.