Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Side 23

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Side 23
"N. Kv. SÆNSKIR HÖFÐINGJAR — Ég er eins og þeir eru allir. . . . Allir! — Kannske þú hafir þá líka lært að fremja innbrot og skríða inn um glugga? Eins og hræsnari komst þú til okkar. — Nú fellur skikkjan af þér, meistari! — Er ég þá hræsnari fyrir það, að ég hata .af öllu hjarta það máttarvald, sem að vísu gerir auga mitt skyggnt, svo að ég skynja fegurðina, en um leið dregur mig burtu frá því, sem er köllun lífs míns, og hrindir mér miður á við í flokk svikaranna? En hlustaðu ekki á orð mín. Þau korna frá manni, sem ■jnörgum sinnum hefir elskað. — Maður, sem svo er ástatt með, er eins og umrenningur. Einhvern tíma hefir hann fundið lind, þar sem vatnið var tærara, svalara og meira hressandi en annars staðar, og þar hefir hann hvílst um stund. — Eftir það gengur hann og leitar og leitar og reynir að finna staðinn aftur. Hér var það, hugsar hann í hvert sinn, sem hann beygir sig yfir nýja uppsprettu. En í hvert sinn finnur hann einungis, að vatnið er volgara og gruggugra, og að lokum skilur hann,. að allar leiðir að fyrstu lindinni eru honum glataðar að ei- 'lífu. — Meistari, sagði Metta, þú talar eins og maður í sálarangist og örvæntingu. — Segðu heldur stutt, en satt: eins og maður! — Er það þá þannig, að hjartað megni að- eins einu sinni að elska fullkomlega fölskva- laust og hamingjusamt — aðeins einn stutt- an sumarmánuð? — Og þegar sá mánuður er liðinn, þá skalt þú loka hjartanu og lifa fyrir eitthvað annað en ástina! — Ert þú þá kominn svo langt, meistari? — Ég! hrópaði hann. — Trampaðu mig niður eins og illgresi! — Meistari! Nú ert þú búinn að vinna nógu lengi að drekanum — og nógu lengi hefir þú nú höggvið út mynd hins reiða Tiddara! Komdu nú með mér — og ljúktu -einnig við jómfrúna! 109 — Það er þegar farið að dimma úti, Metta. Við verðum fvrst að kveikja skrið- ljósið og hafa það með okkur. — Myrkraverk fælast ljósið, sagði hún. — Farðu að minnsta kosti í kápuna utan yfir þig, Metta. Golan er köld utan af vatn- inu. — Ég skal sveipa kápunni um mig og láta hana hylja höfuð mitt og andlit, ef við skyldum mæta einhverjum. . . . Og taktu svo af þér skóna, meistari. Þjófar verða að geta læðst hljóðlaust — ef að þeirn er komið. — Bölvuð séum við bæði — þú og ég! sagði hann. Þau héldu af stað út í rökkrið. En þau héldust ekki í hendur. Það var breitt, tómt bil á milli þeirra. Og utan af vatninu blés kaldur vindur. IV. Bengt Hake kom ekki heim fyrr en næsta dag, er langt var liðið á morguninn. Og þá kom hann með fjölmenni. Allir hljóðfæra- leikarar ríkisstjórans höfðu slegist í för með honum ásarnt konum sínum og börnurn. Hann va- rauðeygður og syfjaður eftir næturvökurnar. — En þegar hann, ásamt félögum sínum, kom inn í sjóbúðina og sá, að meistari Andreas aftur var farinn að vinna að mynd kongsdótturinnar, en hafði breitt dökka tjaldið yfir riddarann og drek- ann, tóku augu hans að glitra af fögnuði. Hann gekk í hægðum sínum einn hring kringum myndina og gerði sér far um að láta eins og sér stæði alveg á sama. En þegar hann var að byrja á öðrum hringnum, sneri hann sér allt í einu á hæli og hvíslaði: — Friður Guðs sé með þér, meistari! Gott var það, að við ræddumst við í fullri hrein- skilni og bróðerni hérna um nóttina, því að nú sé ég, að þú hefir aftur tekið þína réttu starfsgleði. Meistarinn var þegar byrjaður að leggja liti á andlit meyjarinnar og gull á kórónu

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.