Tíbrá - 01.01.1893, Blaðsíða 5
Vængirnir.
Litlu systkinin, Jón og Anna, voru ofboð lítil,
og höfðu gaman af að byggja sjer hús og leika
sjer. Þau áttu marga sauðarleg'gi, sem áttu að
vera fólkið þeirra. Þau ljetu það fara á engj-
ar og heyja handa fjenaðinum sínum, jem voru
rnargar og misjafnlega stórar kjúkur. Þau
ráku þær út i hagann á hverjum degi og heim
aptur á kvöldin, og eptir allt þetta búsýsl lögð-
ust þau eins þreytt til hvíldar og stóra fólkið.
Litlu hjúin þeirra stóðu undir háum kletti, og
undir honum voru margir skútar, sem þau
hlupu inn i, þegar rigning kojn þeim á óvart.
En fieirum en þeim þótti vænt um þessar stöðv-
ar, því uppi í einni grænu syllunni átti ofur-
lítill fugl hreiður sitt, og hann var eins ánægður
eins og þau, flaug á morgnana burt til að sækja
orma og flugur handa ungunum sinum, og
lagðist svo á hverju kvöldi þreyttur til hvíldar,
eins og þau, því allar skepnur þurfa að sofa
og hvíla sig. Undir eins og lýsti af degi
vaknaði hann, flaug burt til að afla þeim og sjer
fæðu, og þegar það var búið, settist hann fram-
1