Tíbrá - 01.01.1893, Qupperneq 7
3
Og börnin fóru hcim að sofa. Þau risu árla
á fœtur og fóru upp að klettinum sínum, en
litli fuglinn var þar þá ekki. Þau urðu þá mjög
hrygg og biðu fram til hádegis, en ekki kom
litli fuglinn, og svo urðu þau að fara heim um
kvöldið, án þess að sjá hann eða heyra. Þau
komu kjökrandi heim til mömmu sinnar og
sögðu, að fuglinn þeirra hefði ekki komið á
syiluna sína i dag og spurðu hana, hvað mundi
vera orðið af honum?
»Hann er floginn í burtu«, sagði hún, »því
nú er farið að hausta«.
»Og hvers vegna getur hann ekki verið lijer
eins og við?« spurðu þau.
»Þið haflð hús og heimili, og inni hjá ykkur
er hlýtt og gott«, sagði hún, »en liann á ekkert
hús til að vera í þeear kuldinn kemur, og þess
Vegna fer hann hjeðan úr kuldanum og til
heitu landanna, þar sem vel fer um hann«.
»Og hver vísar honum veginn þangað?«
spurðu þau.
»Það gerir guð« svaraði hún.
»Fer guð þá með honum alla ieið?« spurðu
þau.
»Já, guð er með öllum sínurn skepnum, og
enginn titlingur fellur til jarðar án hans vilja;
en guð hefur geflð fuglinum þau hyggindi, að
hann finnur á sjer, hvenær tími er kominn til
að fara og til að koma aptur á vorin«.
1*