Tíbrá - 01.01.1893, Síða 13

Tíbrá - 01.01.1893, Síða 13
9 ofan fyrir háu hamrana; þeir þöndu ut væng- ina og reyndu að fijúga, en þeir gátu það ekki, því að þeir voru enn þá óþroskaðir. Enn leið langur timi, þangað til ungarnir reyndu að fljúga, en það fór á sömu leið, því þeir komust svo skannnt. Stundum hrintu gömlu fuglarnir þeim ofan í skorurnar, en urðu þá að' hjálpa þeim aptur inn í hreiðrið sitt. Og ung- unum þótti þetta hörð meðferð. En stóru fugl- arnir töluðu um það sín á milli, hvernig þeir ættu að koma ungunum sínum til að fljúga og forða sjer niður til sjávarins, því að bráðuni færu stóru mennirnir að síga ofan í bjargið til að drepa þá. Þeim kom þá saman um að gefa þeim minna að borða, svo að þeir yrðu ljettari á sjer. Næsta dag konni þeir með fæðuna, en hún. var svo iítil, að veslings ungarnir fengu ekki nærri því nóg; þeir grjetu alla daga og báðu um nieira, en foreldrarnir ljetu, sem þeir heyröu það ekki, og gáfu þeim ekkert meira. Þá fóru ungarnir að tala um þetta sín á milli: »Foreldrar okkar eru farnir að verða slæmir við okkur; þeir eru hættir að elska okkur, og sjest það bezt á því, að þeir tíma ekki að gefa okkur eins mikið að borða, eins og þeir gerðu,. þegar við vorum minni«. Og allir ungarnir hristu hugsjúkir og hryggir litlu höfuðin yflr harðýðgi foreldra sinna. Svona

x

Tíbrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.