Tíbrá - 01.01.1893, Síða 22
18
henni til að fá á hverjum degi margan góðan
miðdegisverð, kvöldverð og morgunverð; en
smátt og smátt hjálpaði hann henni í fleiru.
Ef jeg heid þannig áfram lengi, er jeg hrædd
um, að þú verðir hlessa. Ef, þú svo vilt geta
upp á nöfnin á þessum þjónum litlu Sigríðar,
ætla jeg að leggja fyrir þig þrjár spurningar,
og ef þú getur ekki rjett í þriðja sinni, þá
verðurðu að horfa í spegilinn, og þar muntu
sjá flesta af þessum þjónum, sem jeg hef talað
um.
Góöu börnin.
Það voru einu sinni 5 systkin, og ef þið
viljið vita, hvað þau hjetu, þá skal jeg segja
ykkur það. Drengirnir lijetu Arni, hann var
11 ára, Einar, hann var 10 ára og Sigurður,
hann var 8 ára. En systurnar lijetu Björg og
Margrjet, þær voru báðar 7 ára gamlar, því
þær voru tvíburasystur.
Einn góðan og fagran veðurdag um vorið
sögðu foreldrar þeirra við þau.
Nú megið þið leika ykkur í allan dag úti á
stekkjartúnsblettinum, þangað til að safnið kem-
ur í kvöld; en þið verðið að haga ykkur vel,
og þú, Árni, mátt ekki fara í glímu, af því að
þú ert svo heilsutæpur. Munið þið nú þetta.
Svo fóru börnin út í stekkjartúnið; þar var þá
eptir umtali saman kominn hópur af drengjum