Tíbrá - 01.01.1893, Side 23
19
og stúlkum úr nágrenninu, sem voru á líkum
aldri og systkinin, sem jeg gat um. Þegar þau
voru öll kornin þarna saman, sungu þau, svo
undir tók í hömrunum.
A hverju eigum við nú að byrja? sögðu
drengirnir; flestir vildu þeir glíma, og sá þeirra,
sem glímdi bezt, átti að fá ljómandi fallegan
knött að verðlaunum.
Nú fóru allir drengirnir í knattleik, til þess
að reyna ágæti nýja knattarins, sem var stór
hnykill með rauðu klæði utan urn. Hann
var ljett og gott leikfang og flaug í loptinu á
milli þeirra, og þeitn þótti hann vera nresti
kjörgripur, og þá langaði alla til þess að eiga
hann.
»Arni!« sögðu þeir, »þú ert bæði liðugur og
sterkur, og ert því viss að hljóta knöttinn, ef
þú tekur þátt í glímunni*.
»Jeg má það ómögulega«, svaraði Árni, og
roðnaði við.
»Og vegna hvers?« spurðu þeir.
»Af þvi að foreldrar mínir bönnuðu mjer að
glíma í dag«, svaraði hann.
»Og þau þurfa ekkert að vita af því, þó þú
farir í eina glímu«, svöruðu þeir.
»En guð veit það samt og meðvitundin á-
sakar mig fyrir það«, svaraði Árni og settist
niður; en hann langaði mikið til að fara í glírn-
una og reyna krapta sína. Þeir lilógu þá að
2*