Tíbrá - 01.01.1893, Page 24

Tíbrá - 01.01.1893, Page 24
20 lieiraskunni úr honum, sem þeir nefndu svo, og fóru að glíma, en voru svo jafnir, að enginn vann knöttinn. Þetta gramdist þeim mjög, hertu sig þá, og lá við að lenti í illdeilum á milli þeirra; en allt fór á sömu leið, enginn vann knöttinn að lieldur. Hlupu þeir þá til Árna, þar sem hann sat rjettum beinum á vell- inum og sögðu af miklum þjósti: »Þú, herfan þín, situr þarna eins ogkararkerling og nennir ekki svo miklu sem að hreyfa þig«. Tóku þeir þá í fæturna á honum og drógu hann þannig, til þess að koma honum til að reiðast. En það varð líka árangurslaust, hann vildi ekkert eiga við þá. Þó að hann reiddist með sjálfum sjer, ljet hann þá ekki sjá það, og sætti lagi að sleppa úr höndum þeirra og hljóp upp á stekkjar- túns klettinn. Þeir hrópuðu á eptir honum, nefndu hann raggeit og öllum illum nöfnum, en hann ljet, sem liann heyrði það ekki. Þeir gátu því ekkert átt við hann, því enginn berst lengi við skuggann sinn. Svo fóru börnin aptur að leika sjer. Þegar drengirnir voru orðnir þreyttir á að glíma, tóku þeir steina og fóru að henda þeim í litlu fuglana, sem áttu hreiður í klett- unum uppi yfir, því slæm börn hafa opt gaman af að hrekkja veslings skepnurnar, þó þau eigi sjálf gott og sjeu að leika sjer. Þá sagði Einar litli, að foreldrar þeirra hefðu

x

Tíbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.