Tíbrá - 01.01.1893, Síða 25
21
sagt þeim að hegða sjer vel, en þetta væri
ekki að hegða sjer vel. Þá fóru slæmu börnin
að hlæja að honum, en hann kærði sig ekkert
um það, heldur fóru þeir Sigurður báðir að tína
upp steinana og köstuðu þeim svo langt í burtu,
að þau fundu þá ekki aptur. »Megum við þá
ekkert gera að gamni okkar«, sögðu slæmu
börnin hlæjandi.
»Jú, jú«, sagði Sigurður. »Það er svo margt
annað, sem meira gaman er að, en að hrekkja
saklausu fuglana«.
»Þið eruð ljótu börnin«, sögðu liin. »Það má
ekkert leika sjer fyrir ykkur; það er svo gam-
an að sjá, að fuglarnir eru hræddir; það eru
vist ljótu sjervitringarnir íoreldrar ykkar«.
Eptir þetta settust öll börnin niður og fóru
að borða, því þau höfðu fengið margt gott i
nesti, köku, smjör, ost, sykur og fleira, og þau
höfðu kjöltur sínar fyrir borð; nú kom Arni
ofan af klettinum og fjekk sinn skerf.
Rjett í þessu gekk förukerling fram hjá með
beiningapokann sinn á bakinu; hún heilsaði
upp á þau og bað þau að gefa sjer bita, hún
væri svo svöng. »Nei, engan bita skaltu fá,
annan en torfusnepla«, svöruðu slærau börnin,
og rifu nú upp torfur úr garðinum og köstuðu
1 kerlinguna, sem forðaði sjer hið fyrsta; en
þau ljetu ekki hjer við lenda, heldur eltu hana
með hrópi og háði langt fram á balann.