Tíbrá - 01.01.1893, Side 28

Tíbrá - 01.01.1893, Side 28
24 Við rísum upp úrla á morgnana á æskumorgni vorum, þá eruiu við glaðii- og kátir, og fær- umst einlægt, eins og sólin, hærra og hærra á himinhvolfið (hvolf mannlífsins), þangað til áður en oss varir, allt í einu fer að lækka undir fæti; æfisól vor lækkar á lopti, unz hún að lokum gengur undir, ýmist lmlin hretskýjum, eða í sigurdýrð eins og nú. Það fer eptir því, hvernig loptslaginu er háttað, hvort að trúar-og vonar himininn er heiður eða ekki; en sje hann heiður, þá er vel. Aldrei linnir degi nje nóttu; nóttin hlýtur að koma, og þá fær engin erfiðað. Dauðinn hlýtur að koma og við verðum að hætta að vinna, og- því má líkja saman næturhvild- inni og grafarfriðnum. Enn aptur brunar sólin fram úr fylgsni sínu, ung í annað sinn, ef svo mætti að orði kveða, og eptir grafarfriðinn brunar iíka okkar nú dauðlegi líkami, þá dýrð- legi líkami, upp úr rústum rotnunarinnar«. Þennan ræðustúf hjelt faðir nokkur við 7 ára gamlan son sinn, er sat hjá honum úti á túni, meðan sólin var að síga í æginn. Nú stóð hann upp og sagði: »Komum nú inn, Eggert minn! Sólin er nú gengin undir«. »A morgun«, greip drengurinn fram i, »er sumardagurinn fyrsti, þá förum við í sparifötin okkar, og þá förum við í skessuleik suður á bala«. »Hlakkarðu til þess? En hlakkarðu ekki líka

x

Tíbrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.