Tíbrá - 01.01.1893, Page 32

Tíbrá - 01.01.1893, Page 32
28 kinin sín og allt fólkið úti á túni i skessuleik, uppáhaldsleik Eggerts litla, og foreldra sína sáu ])au þar bæði standa og horfa á. Veslings börnin! nú rankaði þau fyrst almennilega við sjer og mundu eptir, hvaða dagur var og eptir öllu. Þau fóru nú að hafa sig á kreik, og ætluðu að komast i hópinn, en fyrst tóku þau mjög út af þvi að klæða sig, sökum sára sinna; eit þegar það loksins var búið, var hurðinni lokað að utan, svo þau komust ekki út, og sáu að þeim var ætlað vera inni. Það var því ekki annaðfyrirþauað gera, en lig'gja þarna snöktandi, þangað til fangelsið yrði opnað. En það leið ekki á löngu; foreldrarnir gleymdu ekki að vitja syndaranna, sem báru sig heldur aumlega; þeir aumkvuðust yfir þau, eptir því sem hægt var, og leiddu þau með sjer út á völlinn til þess að taka þátt í leiknum, sem nú stóð sem hæst. En er þau höfðu verið í hon- um nokkrar minútur, yíirgáfu þau hann iiá- grátandi, því ýmist duttu þau, eða skessan fór óþyrmilega höndum um kaun þeirra; og þó ailt væri í bróðerni, þá á heill og vanburða ekkert hlutskipti saman, einkaniega í skemmtunum. Foreldrarnir fóru því aptur með þau heim, og nú fór móðirin að úthluta sumargjöfunum, en enn þá voru raunirnar ekki búnar. Sumargjöf Eggerts var spánný rauðbrydd peisa með ljóm- andi fallegum koparhnöppum. Hann gleymdi

x

Tíbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.