Tíbrá - 01.01.1893, Page 33

Tíbrá - 01.01.1893, Page 33
29 kaunum slnum, hoppaði upp af gleði og ætlaði strax að reyna hana. En ermin var gerð fyrir hendina hans, eins og hún var í gær, áður en hann syndgaði, en ekki fyrir bólgna hendi með miklum umbúðum, svo hjer kom aptur grátur á ný; treyjan var liengd upp á stag, og þar hjekk liún óbrúkuð heilan mánuð. Eins fór fyrir Þóru; hennar sumargjöf voru hvítir vetlingar, með útsaumuðum rósum allavega lit- um á handarbökunum, en fingur hennar voru svo sárir, að hún gat ekki sett þá upp, og fjell henni það engu betur, en bróður hennar þrengsli treyjunnar. Faðir þeirra aumkvaðist nú svo yfir þau, að hann fór út með þau, til að hafa einhvern veginn af fyrir þeim. Þau gátu engan þátt tekið í gleði hinna, eins og áður var sagt, og því fór hann með þau út fyrir leiksviðið, út fyrir vall- argarð, og námu þau staðar á stöðulklettinum, sem kallaður var, er stóð fyrir utan og ofan túnið, og þar settust þau öll niður. Þá tók faðir þeirra þannig til orða: »Það er ekki lengra síðan, en í gærkveldi, að jeg var að segja þjer, Eggert minn, um gang mannlífsins, en þó hefur þú svo illa varað þig, og leitt systur þína sömuleiðis inn í villuna, sem var yngri og óvitrari en þú. Eins og lífið býr við hlið dauðans, þannig vex opt fullkomnunin upp af rústum ófullkomlegleikans, hyggnin upp af

x

Tíbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.