Tíbrá - 01.01.1893, Page 38

Tíbrá - 01.01.1893, Page 38
34 loks þar að, að Páli Gerharð var vikið frá embætti, og skömmu síðar var hann rekinn í útlegð. En hann ljet samt ekki hugfallazt, því hann var kristinn og treysti guði sinum. Með barnslegri trú og von fór hann með fjölskyldu sína af landi brott, til þess að reyna að afla sjer og sínum viðurværis, hvar sem .tækifæri byðist. A þessu ferðalagi dvöldu þau einu sinni í veitingahúsi nokkru í ókunnugri borg; varð konan hans þá opt svo lnigsjúk og hrygg, og Ijot einhverju sinni bugazt svo af hugarvíli, að hún fór að gráta. Gerliarð reyndi á allari hátt að hugga hana og hressa, og minnti hana á ]>essi Davíðs orð: »Varpa þú þinni áhyggju á drottinn, og reiddu þig á hann«. Öll huggun var árangurslaus; hún gat ekki treyst drottins dýrmæta fyrirheiti. Þá reikaði hann út í ald- ingarðinn, til þess í næði að geta talað við guð um það, sem hryggði hann. Hann settist niður 1 skemmtihúsi einu, sem var í garðinum, og skrifaði í dagbólc sína i hinni hátíðlegu kyrð náttúrunuar sálm þann, er hjer fer á eptir: »Fel þú honum á hendur« o. s. frv. Þegar hann var búinn, gekk hann aptur inn til konu sinnar, sem var enn mjög harmþrungin. Fór hann þá að lesa sálminn fyrir hana með háum og snjöllum róm; lmn hlustaði á hann með at- nygli, og sálmurinn hafði þau áhrif á hana, að

x

Tíbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.