Tíbrá - 01.01.1893, Side 44

Tíbrá - 01.01.1893, Side 44
‘JO trjástofnana og gera enn torveldara að komast í gegn um þá. I þessum skógum eru margs konar dýr og fuglar, fögur og skemmtileg, hættuleg og geigvænleg sömuleiðis. Þar liggja eitraðir höggormar í grasinu og bíða eptir bráð sinni; jaguararnir sönmleiðis. Uppáhaldsfæða jaguarsins er kjötið af veslings öpunum, sem líka eiga heima í þessum skógum og sofa hátt uppi í trjánum. Hann læðist þá ofurhægt að þeim, og þá vakna þeir við vondan draum. Jaguarinn er bæði grimmur og slægui', og er allur svartdropóttur að lit, að öðru leyti mjög likur ketti í sköpulagi og að eðlisfari, nema livað liann er svo miklu, miklu stærri. Hann hefur líka lag á að hremma fugia, eins og kötturinn, og flska veiðir hann með því að bíða á árbökkunum þar til hann sjer sjer færi á þeim. Ef honum liggur á, getur hann synt á eptir bráð sinni. Nú hefi jeg lítið eitt minnzt á þetta grimtna og hættulega dýr, sem á heima í þessum fögru skógum. Þar lifa líka fuglar og skriðkvikindi at öllu tagi, sem eru sistarfandi að lífsuppheldi sínu, og þurfa einlægt að verjast, árásum óvina sinna; því að þau eiga lfka óvini og eiga í sífelldum bardögum sín í millum. Þar er grúi af eld- flugum að sveima á millum trjánna og gera þær þá nokkurs konar blysför, þvi að þær hafa eins konar rafurmagnsljós aptan á sjer, sem

x

Tíbrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.