Tíbrá - 01.01.1893, Page 46

Tíbrá - 01.01.1893, Page 46
42 'verði, til þess að vara hina við, ef einhverja Jiættu ber að höndum. Aparnir eru allir loðnir. Þeir geta gengið ■upprjettir, en ganga þó optast á fjórum fótum. Þeir apa alla hluti eptir, sem þeir sjá, og þegar ■einhver er gjarn á að taka eða herma eptir •öðrum, er hann nefndur »api«. Aparnir geta stundum verið meinlegir í apapörum sínum, og skal jeg segja ykkur lítið dæmi upp á það. Einu sinni gekk sjómaður nokkur í land i ■Suður-Ameríku. Hann liafði meðferðis margar ullarhettur, rauðar að lit, sem hann ætlaði sjer nð selja í næsta þorpi. Vegur hans lá um þvkkvan skóg, þar sem þessir apar áttu heima. Þegar hann var kominn nokkuð inn í skóginn, varð hann þreyttur, og til þess að verja sig sólarhitanum, setti hann eina af rauðu hettun- um á höfuðið á sjer, lagðist siðan niður undir ■eitt trjeð og sofnaði. Þá er hann vaknaði aptur, tók hann eptir því, að allar rauðu hetturnar hans voru horfnar úr pokanum, og samtímis heyrði hann undarlegt skvaldur uppi vfir sjer, svo hann leit upp. Sá hann þá skara af öpum uppi í trjánum, og sjerhver af þcim hafði eina -af rauðu húfunum hans á hausnum. Þeir höfðu tekið eptir rauðu húfunni hans, og til þess að geta líka haft rauða húfu, fóru þeir ofan, á meðan hann svaf, og stálu öllum rauðu hett- unum, sem hann hafði /neðferðis, og hvernig

x

Tíbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.