Tíbrá - 01.01.1893, Page 47

Tíbrá - 01.01.1893, Page 47
43 sern hann kallaði og heimtaði húfurnar af þeim, skiluðu þeir engri þeirra, en buldruðu og höfðu í frammi alls konar skrípalæti framan í liann, eins og hann í gremju sinni leit framan í þá. Var það ekki ertnislegt? Þá er hann sá nú, að ekkert dugði, reif hann í bræði sinni af sjer hettuna, kastaði lrenni út í loptið og sagði: »Þiö megið hafa þessa líka, þjófarnir ykkar !< Undir eins greip hver api sína hettu, og kast- aði henni lika út í loptið, ekki til þess að skila henni aptur, heldur til þess að gera hið sama og þeir sáu hann gera. Maðurinn varð feginn, týndi saman hetturnar og fór leiðar sinnar, en þeir sátu eptir á viðar- greinunum með svörtu loðnu hausana sína lmfu- lausa, og skildi þar með þeim. Hann hefir auðsjáanlega ekki þekkt eðli apanna, er þetta kom honum svo á óvart. Jeg skal segja ykkur aðra skritna sögu af apa. Það var einu sinni fátækur maður, sem þurfti að fara að leita sjer atvinnu i annað land. Hann vissi ekki, hvernig hann átti að kljúfa kostnaðinn, en konan hans færði honum þá peningana og sagðist hafa unnið sjer þá inn. Hann varð glaður og fór af stað með skipi, sem fór um þær mundir. Hann skildi farangur sinn eptir uppi á þilfari. Það var ofboð lítill api um borð, sem gekk til og frá um skipið, án

x

Tíbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.