Tíbrá - 01.01.1893, Qupperneq 54
50
fljótanda í sauðskinnskyrtli sínum, drógu liann
upp í bátinn, og eptir honum einum er þessi
saga höfð.
í þrjá daga þorði enginn að segja konungiu-
um þessar frjettir, en þá sendu þeir til hans
ofboð lítinn dreng, sem kastaði sjer niður fyrir
f'æturna á honum, grjet sáran og sagði honum,
að Hvita skipið hcfði farizt með allri skips-
höfninni.
Við þessa fregn fjell konungur til jarðar, svo
scm dauður, og sást aldrei brosa eptir það í
þau 15 ár, sem hann átti eptir ólifuð.
Vei óhóflegri vinnautn! Iíefðu hinar þrjár
ámur ekki verið tæmdar, hefði líklega ekkert
iíf tapazt. Hversu mörgu illu hefur vínið ekki
komið til lciðar, og hversu leikur það ckki með
æru og mannorð manna!
Þessi saga sýnir líka, hvað hættulegt það er
að lifa andvaralaus, og æða óviðbúinn fram
fyrir dómara alls holds. Enn fremur: uð s
rjettlæti hitti þannig Hinrik l.áefri árum, þvf
að hann var voudur maður. England og Norð-
mandi hafði hann svikið undan bróður sinum,
sem hann Ijet stinga augun úr og halda síðan
í varðhaldi, og nú var hann á sigurför frá
þessu blóðuga ránslandi, þegar brosið var dreg-
ið af vöruin hans.