Tíbrá - 01.01.1893, Síða 65
(U
synda þeirra hafði guð vikið frá þeira* og þá
raisstu þeir einnig móðinn, svo þeir fiúðu nú
fyrir þeira hinum sörau, setn þeir liöfðu lítils-
virt, þá er þeim vegnaði vel.
I þessum vandræðum sínum hrópuðu þeir til
g'uðs um hjálp og aðstoð. Það ieið ekki á löngu
áður en hann svaraði þeira, með því að senda
engil sinn til Gideons til að segja honurn, að
hann ætlaði að gefa Medianita á vald hans.
Gideon var mildll trúmaður, og nafn hans skín
fagurt á meðal trúarhetjanna í 11. kap. Páls
til hinna Hebresku, en þrátt fyrir það getur þó
efablcndni á ýmsum tíraum heimsótt beztu og
trúarsterkustu menn, því þeir eiga opt við
mikið böl að stríða, og eins var ástatt fyrir
Gideon; trúarstyrkur hans og óstyrkleiki áttu í
svo hörðu stríði innbyrðis, að hann æskti sjer
teikns af himni, og sagði í hjarta sínu:
»Ef guð er með oss, hví getur hann þá ekki
sent oss teikn, svo vjer sjáum það, eins og
liann gaf teikn forfeðrum vorum. Iiafi jeg þvi
fundið náð fyrir augum þínum, drottinn minn
og guð minn! þá gefðu rajer teikn þess.
Jeg hefi þekkt marga, sem eins og Gideon
ségja: »Ef jeg að eins vissi, að guð væri með
rajer, þá væri jeg óhræddur, en jeg hefi ekki
fengið neitt sjáanlegt teikn þess, að jeg sje
guðs barn«.
Þessir menn biðja óafiátanlega um teikn,