Tíbrá - 01.01.1893, Side 72

Tíbrá - 01.01.1893, Side 72
G8 illur, og að sannleikurinn rnuni fyr eða síðar bera sigurinn úr býtum. Skiptið ykkur ekki af þvílíkum mönnum; þeir óttast sinn eigin skugga og eru hvorki eins vitrir, hugrakkir og voldugir, eins og vjer höldum að þeir sjeu. Iíöfum einungis öruggt traust á drottni, og þá munum vjer yfirvinna þá, því að guð lifir, og á meðan ætti enginn, sem á lians nafn trúir, að leyfa sjer að missa kjarkinn. Fjöll munu hverfa og hæðir fæðast, en guðsorð mun standa stöð- ugt að eilifu. Að sönnu skelkumst vjer, þá er vjer hug- leiðum afl hins illa valds nú á dögum. Osið- semi, slægð og alls konar lestir ganga ljósum logum, og það er eins og vjer getum engu góðu komið tii leiðar, ekki slegið eitt einasta högg i þarfir sannleikans, því oss fallast hendur. En þó ber oss að prjedika drottins orð hreint og ómengað, og guð banni, aðvjer hrósum oss af öðru en krossi Krists. Osiðsemi verður aldrei burt rýmt, nema með áhrifum kristindómsins, nema með eldfjöri guðs hreina og ómengaða sann- leika. Byggbrauð þótti á þeim tímum ljeleg fæða, og var einungis borðað, þegar fátækt eða hungur þrýsti mönnum til þess. Byggkakan táknaði því fyrirlitningu, og Israelsmenn voru í niður- lægingar ástandi um þessar mundir. En vjer sjáum, að guð verkar í öllu, og vantar

x

Tíbrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.