Tíbrá - 01.01.1893, Qupperneq 75
71
valdið og hina síðari tilkomu drottins vors Jesii
Krists. Vjer skulum ekki missa trúna á guði
og köllun vorri, en vera vissir um, að drottmn
ræður, og lmns málefni hlýtur að bera sigur
úr býtum. Þar sem að syndin yfirgnæfir, yfir-
gnæfir og náðin miklu meira, og vjer eigum
eptir að sjá betri og dýrðlegi daga, en þessa.
Gefðu það ó, guð! fyrir þinn son Jesú Krist.
Amen.
Hinn ósýnilegi lieimnr
(þýtt úr »Naturens Vidundere*).
(Pramh.).
Þeir veittu hvorir öðrum ómannúðlegar árásir,
Leuwenhoeck var ómannblendinn og bjó út af
fyrir sig, því hann vildi halda uppgötvun sinni
huldri fyrir öllum, nema konu sinni og dóttur.
Hann lokaði húsi sínu fyrir hinum unga og
framgjarna meðbiðli sínum, sem hefndi sín eptir
megni, niðraði mótstöðumanni sínum og fullyrti,
að uppgötvun hans væri eintómur heilaspuni,
og rítaði ósæmilega um hana. Eptir það þróað-
ist óvildin enn meir.
Iíartzoeker, sem langaði grandgæfilega að
skoða hin vfsindalegu störf andstæðings síns,
heppnaðist einu sinni, að honum óvörum og
með aðstoð bæjargreifans, að komast inn til
hans, og nefndist öðru nafni. Hinn gamli
smæðarfræðingur þekkti hann ei að siður undir