Tíbrá - 01.01.1893, Side 78

Tíbrá - 01.01.1893, Side 78
74 Þetta er þó ekki hið einasta uppgötvunar- verkfæri, sem srnæðarfræðingurinn hefir á valdi sínu. Við frábærilega nákvæmar rannsóknir hefur hann nærri því dásamlega Mikrometre, sem með haglega tilbúinni vjel geta skipt Millimeter í 10,000 parta; sem sje með því, að hreyfa hinn smágerðasta kóngulóar- vef með einfaldri skrúfu. Þar að auki hefur hann á ótölulegan hátt gagn af ljósum og efn- um (kemiske Reagenser)1. En þar eð gufa kemur af þeim, sem mundi skemma sjónpípuna og setja móðu á glerin, þá hefur rannsakarinn, til þess að koma í veg fyrir það, frábrugðnar sjónpipur, þar sem stækkunarglerin eru sett fyrir neðan hlutina, sem skoða á. Vilji menn enn þá, eptir að vjer höfum í stuttu máli minnzt á þann stuðning, sem smæð- arfræðin hefir á valdi sínu, halda, að hún sje byggð á tómri endileysu, eins og þeir eru fús- astir að hugsa, sem hafa aldrei gefið sig við hinni erfiðu rannsókn hennar? Já, hver veit það! Þessi athugunarmáti minnir sífellt á hið ævaranda stríð, sem átti sjer stað við vöggu hennar. Misklíð þeiira Leuwenhoecks og Hartzoekers er ekki enn á enda kljáð. 1) Malus var nafntogaður náttúrufræðingur í París- arborg, fæddur 1775, dáinn 1812. Hann fann upp ljós það, sem kallað er »polariseret Lysi 1808.

x

Tíbrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.