Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 9
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
9
Á annað hundrað nöfn skráð á
Minningaröldurnar
„A fyrra ári voru Minningaröldur
Sjómannadagsins í brennidepli, en
síðasta Sjómannadag var ár liðið frá
vígslu þeirra. Þá hafði þegar sýnt sig
hve þakklátt þetta framtak var, og nú
hafa nöfn á annað hundrað sjómanna
er farist hafa og týnst verið skráð á
öldurnar. Hafa Sjómannadagsráði
enda borist þakkir víða að og hefur
það glatt okkur sem að þessu stóðum.
En þar sem hér er um að ræða minn-
ingaröldur Sjómannadagsins, hefur
ártal þeirra sæfarenda sem farist hafa
og týnst markast af fyrsta Sjómanna-
deginum 1938. Við þetta eru þeir sem
eiga sjómenn er týnst hafa í sjó fyrir
þennan tíma ekki fyllilega sáttir, og
höfum við sannarlega skilning á því.
Þess vegna höfum við nú í annað sinn
ritað bréf til Biskupsstofu, þar sem
stjórnendur kirkjugarðasjóðs hafa að-
setur, og óskað eftir styrk frá þeim til
þess að reisa nýja öldu er helguð sé
sjómönnum sem týndust fyrir 1938.
Þar sem við nú ræðum um Minn-
ingaröldurnar vil ég benda á að því
miður finnst mér á skorta að ýmsar
rótgrónar útgerðir, sem orðið hafa fyr-
ir því óláni að missa sjómenn sína í
hafið og þeir týnst, hafi sýnt þessu
máli skilning. Vona ég að þeir sem
vita upp á sig vanrækslusynd hvað
þetta snertir bæti hér úr og komi með
nöfn þeirra sjómanna á minningaröld-
urnar. Vonandi kemur að því að engin
útgerð vilji verða undantekning að
þessu leyti. Víst gerast þess dæmi að
útgerðir sem misst hafa menn og þeir
týnst, stundum skip með allri áhöfn,
hafi verið lagðar niður. En eftir sem
áður má leysa málið með góðurn
vilja. Mér er kunnugt um að í stöku
slíkum tilfellum eru ættingjar teknir
að vinna að úrlausn, og þótt það gangi
kannski misjafnlega og taki sinn tíma
trúi ég að úr muni rætast á endanum.“
Reykvískri sjómannastétt
feistur minnisvarði
„Nú er því verkefni líka farsællega
lokið að reisa reykvískri sjómanna-
stétt minnisvarða sem henni er sam-
hoðinn, en á síðasta Sjómannadag var
styttan „Horft lil hafs“, afhjúpuð við
Reykjavíkurhöfn. Hún stendur á Mið-
bakkanum og er þar til stórrar prýði
og minnir á hverjir það voru sem
breyttu bæ í borg. Segir það sitt um
þetta minnismerki að þótt ýmsir
menningarfrömuðir borgarinnar hafi
ekki verið á eitt sáttir um styttuna í
upphafi, þá hefur greinileg hugarfars-
breyting átt sér stað. Stjórnendur
hafnarinnar eru mjög ánægðir með
bæði framtakið og styttuna sjálfa, og í
Ijós koin þegar skemmtiferðaskip
lágu við bakkann á síðasta sumri, að
ferðalangarnir stóðu í langri röð við
fótstall sjómannanna tveggja og biðu
þess að fá sig myndaða þar. Sú athygli
sem styttan nýtur hjá þessu erlenda
fólki leiðir hugann að því að textinn á
stallinum þyrfti einnig að vera þar á
ensku, en hann hljóðar svo:
„Þeir er þekkja nafn þitt,
treysta þéi;
því að þú Drottinn
yfirgefur eigi þá,
er þín leita.
Sl. 9. 11.
Horft til ltafs
höf. Ingi Þ. Gíslason
Sjómannadagurinn í Reykjavík og
Hafnarfirði reisti þennan minnisvarða
hér, á hinum fornu fjörusteinum
Reykjavíkur, í tilefni 80 ára afmælis
Reykjavíkurhafnar og 60. Sjómanna-
deginum, árið 1997. í virðingu og
þökk við íslenska sjómannastétt.
...flytja þjóðinni auð,
sœkja barninu brauð,
fœra björgin í grunn
undir framtíðarhöll.
Örn Arnarson “
Það var virðuleg athöfn þegar stytt-
an var afhjúpuð. Til þess var fenginn
Gylfi Þ. Gíslason, bróðir höfundar
hennar, og borgarstjórinn í Reykjavík,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, flutti
ávarp. Þeir voru margir sem lagt
höl'ðu hönd á plóginn áður en þessi
stóra stund rann upp, og þar á meðal
vil ég geta um Eimskipafélag Islands
sem flutti styttuna án endurgjalds.
Færi ég forráðamönnum félagsins
þakkir fyrir þann velvilja í okkar garð
sem það ber vitni um.“
Margir sækja nýju sundlaug-
ina og endurhæfingarmiðstöð-
ina
„Fleiri viðfangsefnum fékkst lokið
á síðasta ári, en þann 5. mars 1997 var
sundlaug og endurhæfingarmiðstöð
við Hrafnistu í Reykjavík tekin í notk-
un. Var þá haft eftir einum heimils-
mannanna að þetta veglega mannvirki
væri „uppspretta andlegrar og líkam-
legrar vellíðunar.” Þessi maður hafði
lög að mæla, því aðsóknin að þessari
aðstöðu hefur verið mikil og farið sí-
vaxandi. Veldur því að í vaxandi mæli
sækir heimilisfólk Hrafnistu sund-
laugina, sem og íbúar í þjónustuíbúð-
um okkar við Jökulgrunn og við
Kleppsveg, auk aðila í Norðurbrún og
hjúkrunarheimilinu Skjóli. Er þá ótal-
ið fólk sem býr hér í grenndinni. Þetta
þarf engan að undra, því laugin og
endurhæfingarstöðin eru sérlega full-
komin og glæsilega frá þeim gengið
og henta þeim vel sem eiga erfitt með
hreyfingar. Við erum nú orðnir tals-
vert stórir aðilar þegar að rekstri
sundlauga kemur, því auk sundlaug-
anna í Hafnarfirði og í Reykjavík
erum við með sundlaug í orlofshúsa-
byggðinni okkar á landareign sjó-
mannasamtakanna að Hraunkoti í
Grímsnesi.
Þá var hinn 1. febrúar á þessu ári
tekinn í notkun nýr salur á efstu hæð
C-álmu Hrafnistu í Reykjavík, sem
öll var endurnýjuð. Tekur salurinn á
annað hundrað manns. Hann er notað-
ur fyrir guðsþjónustur, er fræðasetur
fyrir starfsfólkið okkar og býður loks
upp á ýmsa dægradvöl fyrir heimilis-
fólkið. Einnig aðstöðu til afmælis-
fagnaðar þegar á þarf að halda. Um
leið voru innréttuð tjögur rúmgóð ein-
staklingsherbergi á hæðinni með full-
kominni aðstöðu í samræmi við nú-
tímakröfur. Þau fengu heyrnarlausir,
aldraðir einstaklingar til afnota sam-
kvæmt samkomulagi við Heilbrigðis-
og tryggingaráðuneytið. Þessi nýju
herbergi minna á að fólk vill nú hafa
rýrnra um sig en var og stefnum við á
í framtíðinni að stækka herbergin á
Hrafnistu í Reykjavík með því að gera