Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 13

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 13
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 13 Örlagarík samþykkt fyrir 59 árum Það var árið 1939 að stefnuskrárnefnd Sjómannadagsráðs lagði til að stefnt yrði að stofnun elli- og hvíldarheimilis fyrir aldraða farmenn og fiskimenn Hrafnistuheimilin í Reykjavík og Hafnarfirði hafa nú um áratuga skeið verið svo stór þáttur í íslenskri öldrunarþjónustu að ætla má að þau komi fólki einna fyrst í hug þegar að þessum málaflokki er vikið. En svo sem verða vill er búið við að með tímanum gleymist fleirum en skyldi hver und- irrótin var að því að heimilin voru reist og að þar var um hugsjón að ræða. Víst var þörfin í upphafi brýn, en til þess að ráðast í svo stórfelldar fram- kvæmdir og gera þær að veruleika þurfti hugsjónamenn. Liggur við að ótrúlegt sé að samtök sem í upphafi áttu sér afar fáar fjáraflaleiðir vísar skyldu setja sér slíkt markmið. En árangurinn blasir við augum, glæstari en frumher jana hefur sjálfsagt nokkru sinni dreymt um. Hrafnistuheimil- in eru gott dæmi um hverju má áorka þegar hugur og hjarta stefna að einu og sama marki, eins og jafnan hefur verið raunin þegar Sjómannadagur- inn í Reykjavík og Hafnarfirði á í hlut. Spyrja má hvort nokkur íslensk samtök eigi sér annað eins tákn um óþrotlegt og fórnfúst starf sitt? Hér á eftir er sagt frá því er samtökin fyrst settu sér að vinna að stofnun elli- og hvíldarheimilis fyrir aldraða farmenn og fiskimenn, en síðan eru nú 59 ár liðin. Við rekjum hvernig og hvenær hugmyndin kom fram og segjum frá fyrstu samþykktinni vegna þessa máls. Það er upphaf sögu þessarar að há- tíðarhöld Sjómannadagsins 1938 tók- ust með afbrigðum vel og ekki leikur vafi á að það varð til þess að auka þeim stórlega hug og dug sem að und- irbúningnum og framkvæmdinni stóðu. Ymsar nefndir voru líka stofn- aðar á fyrsta starfsárinu til þess að vinna að því að daginn mætti halda framvegis á jafn veglegan hátt og verða þær ekki taldar hér, en blað- nefnd og dagskrárnefnd voru þó jafn- an fastar nefndir. En brátt kom í ljós að frumherjarnir voru teknir að hugsa hærra og út fyrir sjálfan hátíðisdaginn sem slíkan. Eða eins og vel er að orði komist í ”Siglingasögu Sjómanna- dagsráðs”: ”Það sem gerir Sjómanna- daginn mikinn í þjóðlífinu er ekki sjálfur ”dagurinn” heldur stefnumál hans. Dagurinn sjálfur varð áróð- urstæki þeirra mála, svo sem vera bar, og sú var hugsunin á bak við stofnun hans. Hann átti ekki að vera nein ”halelúja”-samkoma með þeim til- gangi einum að menn kæmu saman til þess að gráta fallna félaga og skemm- ta sér. Stefnumál ”dagsins” gefa hon- um gildi jafnframt því sem hann hef- ur gildi fyrir hátíðarhöldin.” Stefnuskrárnefndin Hátíðarhaldið skyldi vissulega vera rismikið til að vekja athygli á samtök- unum og stefnumáli þeirra. Án veg- legs hátíðarhalds hefðu stefnumálin hvorki náð að rótfestast með sjó- mannastéttinni né þjóðinni. Skrúð- göngur og fánar og bumbur eru góð- um málum nauðsynleg tæki. Sjómannadagsráð, það er Fulltrúa- ráð Sjómannadagsins, sem hefur alla tíma verið yfirstjórn hans, skildi með réttum skilningi að hin almennt orð- aða stefnuskrá um samhug og starfskynningu og aukna menningu stéttarinnar, væri ekki nóg þessum fjölmennu samtökum. Það þyrfti ein- hverja eina sterka taug til að halda þeim saman og gera þau virk um langan aldur. Fyrsta verk ráðsins var því að stof- na stefnuskrárnefnd á aðalfundi sam- takanna 5. mars 1939. Stefnuskrár- nefnd skipuðu sumir af skilbestu mönnum samtakanna og er þá fyrst að nefna Sigurjón Á. Olafsson, alþingis- mann og formann Sjómannafélags Reykjavíkur, fjölmennasta félagsins. Ekki er kastað rýrð á neinn, þótt Sig- urjón Á. Olafsson sé nefndur næstur Henry A. Hálfdanarsyni í frumherja- tali Sjómannadagssamtakanna. Á fyrsta fulltrúafundi sjómannafélag- anna í Reykjavík og Hafnarfirði vegna undirbúnings fyrsta Sjómanna- dagsins, en hann var haldinn þann 8. mars 1937, kom Sigurjón með ábend- ingu í þá veru. Gat hann um er verið var að ræða um að reisa minnisvarða hclgaðan drukknuðum sjómönnum að verkefni Sjómannadagsins gætu orðið víðtækari og benti á stofnun elliheim- ilis fyrir sjómenn í því sambandi. Hver fitjaði upp á niálinu fyrst? Af þeim gögnum að dæma sem til eru um stofnun og aðdraganda Sjó- mannadagsins, nefnir Sigurjón fyrstur manna elliheimili sem baráttumál þessara samtaka. Þar sem þetta mál átti eftir að verða uppistaðan í starfi samtakanna og þeirra ævistarf, er ekki lítilsvert að gera sér ljóst hver fyrst fitjaði upp á því og fylgdi því síðan manna mest eftir, því það gerði Sigur- jón. Hins vegar sagði Ásgeir Jónasson skipstjóri síðar að hann hafi fyrstur átt hugmyndina að dvalarheimili og það gæti síðan hafa orðið til þess að það tengist elliheimilishugmyndinni þeg- ar fram í sækir. Ásgeir nefnir það á aðalfundi 1940 að hann hafi fyrstur átt hugmynd að heimili ”fyrir upp- gefna sjómenn.” Þessi ummæli Ás- geirs, sem var hinn merkasti maður og ekki líklegur til að eigna sér annað en hann taldi sig eiga, hagga þó ekk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.