Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Side 33
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
33
Stjórn og fulltrúaráð Hollvinasamtaka Sjómannaskóla Islands ásamt skólameisturunum kom saman í
Sjómannaskólanum þann 20. apríl sl. og er myndin tekin við það tœkifæri. 1 fremri röð frá vinstri: Guðmundur
Hallvarðsson, Guðmundur Kjœmested, Guðjón Ármann Eyjólfsson skólameistari, Sigurður Hallgrímsson formaður,
Georg Arnason gjaldkeri, Guðmundur Ibsen varaformaður, Unnþór Torfason ritari og Björgvin Þór Jóhannsson
skólameistari. Aftari röð frá vinstri: Páll Magnússon, Þórður Þórðarson, Haukur þórhallsson, Guðmundur Lýðsson,
Bragi Eyjólfsson, Asgeir Guðnason, Asgeir Sigurjónsson, Jóhann Olafur Arsœlsson, Hálfdan Henrysson og Þráinn
Sigtiyggsson. (Ljósm.: Björn Pálsson)
Koma skip með hefð og lirós
heim af fjörrum löndum,
nýrra tíma leiðarljós
logafyrir ströndum.
Fátt eitt lýstifyrr á sjó,
feðra vorra knörrum,
hjartað, sem í brjósti bjó,
barg þeim heim úrförum. “
Að auka tengsl félagsmanna
og velunnara við skólann
Nú var gengið til dagskrár og lesin
drög að lögum fyrir Hollvinasamtök
Sjómannaskólans í Reykjavík og voru
Þau samþykkt lið fyrir lið og loks í
heild. Hljóða lögin svo:
1. Samtökin lieita Hollvinasamtök
Sjómannaskóla íslands.
2. Hollvinir skólans eru þeir sem
stundað hafa nám við Sjómannaskóla
Islands og aðrir sem bera hag skólans
fyrir brjósti og gerst hafa félagar í
samtökunum.
3. Félagsmenn greiða árgjald til
samtakanna.
4. Markmið samtakanna er að auka
tengsl félagsmanna og velunnara við
skólann.
5. Aðalfundur samtakanna skal
haldinn í maí ár hvert.
6. Stjórn samtakanna skal skipuð
fimm mönnum. Þeir skulu kjörnir á
aðalfundi til eins árs í senn. Nem-
endaráð skólans tilnefna sinn fulltrúa
hvort til sama tíma. Á aðalfundi skal
kjósa tuttugu manna fulltrúaráð úr
hópi hollvina.
7. Stjórnin skiptir með sér verkum
og kýs formann, ritara og gjaldkera.
Stjórnin getur ráðið framkvæmda-
stjóra fyrir samtökin. Hlutverk stjórn-
ar er meðal annars að:
a: Gera áætlun um hvaða málefni
brýnast er að styðja hverju sinni.
Þessi áætlun skal gerð í samráði við
skólaráð beggja skólanna.
b: Halda aðalfund.
c: Halda og varðveita félagaskrá
samtakanna.
d: Koma upplýsingum um störf fé-
lagsins til félagsmanna.
e: Gera tillögur til aðalfundar um
félagsgjald og innheimtu þess.
f: Gera félagsmönnum kleift að
fylgjast með og eiga þátt í fjölþættri
starfsemi Sjómannaskólans.
8. Tekjur samtakanna eru félags-
gjöld og frjáls framlög. Framlög má
merkja ákveðinni starfsemi í skólan-
um.
9. Lög þessi skuluð endurskoðuð
eigi síðar en ári eftir stofnun samtak-
anna.