Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 34
34
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Mikið fjölmenni var á stofnfundi Hollvinasamtaka Sjómannaskóla Islands þann 26. nóvember sl. (Ljósm.: Björn Páls-
son)
Stjórn og fulltrúaráð samtak-
anna
Að þessu búnu var stjórn kjörin en
hana skipa þeir Sigurður Hallgríms-
son formaður, Guðmundur Ibsen
varaformaður, Georg Árnason gjald-
keri, Unnþór Torfason ritari og Gunn-
ar Freyr Hafsteinsson meðstjórnandi.
Þá voru eftirtaldir menn tilnefndir í
fulltrúaráð Hollvinasamtaka Sjó-
mannaskóla Islands:
Páll Magnússon, Bragi Eyjólfsson,
Aage Petersen, Þráinn Sigtryggsson,
Guðlaugur Ketilsson, Sævar Örn
Kristjánsson, Ásgeir Guðnason, Guð-
mundur Lýðsson, Jóhann Ólafur Ár-
sælsson, Ásgeir Sigurjónsson, Guð-
mundur Kjærnested, Hannes Þ. Haf-
stein, Kristján Pálsson, Guðmundur
Hallvarðsson, Hálfdan Henrysson,
Haukur Þórhallsson, Ævar Guð-
mundsson, Helgi Hallvarðsson, Grét-
ar Mar, Berent Th. Sveinsson og
Þórður Þórðarson.
Kosningu bæði stjórnar og fulltrúa-
ráðs var fagnað með dynjandi lófata-
ki.
Menntasetur og saineiningar-
tákn
Að kosningu lokinni ávörpuðu
þessir menn fundinn: Guðmundur
Kjærnested frv. skipherra, Örnólfur
Thorlasíus formaður Hollvinafélags
framhaldsskóla á háskólastigi, Helgi
Laxdal formaður Vélstjórafélags ís-
lands, Guðjón A. Kristjánson formað-
ur F.F.S.Í., Rannveig Tryggvadóttir og
Sigurður Ágúst Kristinsson.
Nú voru lesin upp drög að greinar-
gerð, sem samþykkt var með ein-
dregnu lófataki og er hún á þessa leið:
„Stofnfundur Hollvinasamtaka
Sjómannaskóla íslands, haldinn í há-
tíðarsal skólans miðvikudaginn 26.
nóvember 1997, lýsir eindreginni
andstöðu við fram komnar hugmynd-
ir nefndar á vegum menntamálaráð-
herra þess efnis að starfsemi Sjó-
mannaskólans verði flutt í húsnæði
við Höfðabakka í Reykjavík.
Samtökin átelja það verklag að
vegna þarfa annarra skólastofnana
skuli Stýrimannaskólanum í Reykja-
vík og Vélskóla íslands — án nokk-
urrar úttektar á húsnæðismálum þess-
ara skóla — stillt upp fyrir aðeins ein-
um valkosti, þ.e. að flytja í húsnæði
sem að mati stjórnenda beggja skól-