Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 48

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 48
48 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Vélbáturinn Kristján. Myndin er tekin þegar hann hét enn Jón Finnsson og bar skrásetningarstafina GK-506 mikilla vonbrigða reyndist vatnið vera saltmengað.“ Bjó til eimingartæki „En það átti eftir að koma sér vel að ég kunni dálítið fyrir mér í brugg- un landa. Því smíðaði ég nú eimingar- tæki þarna um borð. Það gerði ég með því að taka olíuleiðsluna frá vélinni og hringa hana saman í vafninga, þannig að hún komst fyrir í vatnsfötu. Síðan var tekinn brúsi undan smur- olíu, í hann stungið korktappa og end- anum á pípunni stungið í gegnum hann. Þá var brúsinn hálffylltur af sjó og hitaður á kabyssunni. Fyrsta til- raunin mistókst, þar sem brúsinn þoldi ekki þrýstinginn og sprakk, en í annarri tilraun fór vatnið að leka í dropatali úl um enda pípunnar og með því að eima stöðugt allan sólarhring- inn tókst okkur að fá 3-4 flöskur á sól- arhring, sem gátu slökkt sárasta þorst- ann. Við skiptum með okkur vöktum, þannig að þrír skyldu vera uppi við fimm tíma í senn og tveir hvílast. En undir það síðasta urðum við stöðugt að vera að passa upp á vatnseiming- una. Það má lengi þreyja hungur, en þarna reyndum við að þorstinn kvelur menn óskaplega. Nei, aldrei urðu nú nein eftirmál vegna þessarar brugg- kunnáttu minnar. Það gerðist síðar að ég hitti lögregluþjón í Reykjavík og hann sagði sem svo að það væri nú munur að kunna að brugga landa. En sögusagnir sem á kreik komust um að ég hafi verið einhver stórtækur brugg- ari eru hreinasta vitleysa.“ Víðtæk leit án árangurs „Leit var hafin að okkur mjög fljót- lega eftir að við komum ekki að landi á tilsettum tíma. Var Sæbjörg send út frá Reykjavík að leita okkar á þriðju- deginum, en án árangurs — veðrið var þannig. Þá voru varðskipin Ægir og Oðinn send á vettvang til þess að leita okkar þegar veður skánaði og var þá löngu búið að auglýsa eftir bátnum í útvarpi. Á miðvikudagsmorgun dró heldur úr ofsanum og Sæbjörg, Ægir og Oðinn sigldu vítt og breitt um svæðið úti af Sandgerði þennan dag. Til dæmis fór Sæbjörg með landi suð- ur undir Reykjanes og þaðan norðan- vert við Eldey um 60 mílur á haf út. Á fimmtudeginum var veður sæmilegt og leituðu þá auk varðskipanna 23 vélbátar frá Sandgerði sem dreifðu sér um leitarsvæðið. Héldu flestir 20-30 mílur út, en fundu ekkert. Það skip sem lengst leitaði var Ægir sem sigldi suðvestur frá Reykjanesi, allt að 95 sjómílur út og hélt þaðan norður á móts við Snæfellsnes. En þá munum við hafa verið of langt úti til þess að menn fyndu okkur. Á föstudag leituðu svo Ægir og Sæbjörg á Faxaflóasvæð- inu, en urðu einskis vísari fremur en áður. Eftir þann dag, þ.e. fimm daga, vorum við taldir af og leitinni hætt.“ Brenndu lóðastömpum, lóða- belgjum og einni kojunni „Eins og nærri má geta var kuldinn um borð óskaplega mikill. Við hent- um okkur í öllum fötunum í kojurnar, en lítið varð um svefninn, heldur blunduðum við aðeins. I lúkarnum var megn stækja af olíu og öðru því sem við brenndum. Við héldum nefni- lega á okkur hita með því að brenna öllu sem hægt var — lóðastömpum, lóðabelgjum, fjölum úr lestinni og meira að segja einni kojunni. En það skipti miklu máli hve vel við stóðum saman allir fimm og héldum ró okkar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.