Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 49
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
49
Báturinn lak mikið og þar sem vél-
in var stopp gengu engar dælur. Því
urðum við skipverjarnir að ausa allan
sólarhringinn og það var erfitt verk.
Kristján var að vísu afar góður bátur,
en sjórinn var bara það mikill að hann
„sló úr sér,“ eins og það er kallað. Við
jusum með fötum sem handlangaðar
voru úr vélarrúminu upp í stýrishúsið
þar sem steypt var úr þeim út fyrir
dyrnar. Ég reyndi nú aftur að setja
vélina í gang, skar strigapoka í lengj-
ur og setti þær síðan inn í legurnar
ásamt miklu af grænolíu og smurolíu.
En þessi tilraun bar ekki árangur frek-
ar en hinar.“
I gegnuni briinið
„Að morgni þess 1. mars sáum við
til lands við Merkines og stefnan var
sett á fjöruna. Þeir Hafnarmenn höfðu
séð til okkar og skynjað að ekki var
allt með felldu. Hins vegar hvarflaði
ekki að þeim að þarna væri Kristján á
ferð — hann var fullkomlega talinn
af. En við ákváðum nú að láta slag
standa og sigla í gegnum brimið.
Stefnan var sett á svonefnda Skiptivík
sem er lítil vík milli Merkiness og
Junkaragerðis í Höfnum. Sjálfsagt
vorum við orðnir nokkuð sljóir, en við
vissum eigi að síður að við höfðum
engu að tapa — og við töldum alveg
víst að landi mundum við ná. Sigldum
við því rakleitt í gegnum brimið og
þar kom að bátinn tók niðri og litlu
síðar hvolfdi honum í brimgarðinum.
Þarna voru björgunarmenn fyrir og
komu þeir línu yfir lil okkar og var
Haraldur fyrsti maðurinn sem í land
komst, en hann hafði náð línunni.
Hvað mig varðar þá stökk ég út sjó-
megin, þar sem ég hafði heyrt að þeg-
ar menn stykkju landmegin úr strönd-
uðum bát, þá æltu þeir á hættu að bát-
urinn hvolfdist yfir þá. Slóst ég
nokkrum sinnum utan í bátinn og festi
einnig annan fótinn í skrúfunni. En þá
náði ég taki á spotta sem hékk út af
bátssíðunni og gat haldið mér meðan
ég smeygði mér út stígvélinu. Stðan
losnaði ég frá bátnum og bar mig að
landi á sömu báru og þá Guðmund
skipstjóra og Sigurð Viktor. Guð-
mund bar upp í víkina norðanverða og
þar óðu björgunarmenn á móti honum
°g kipptu honum í land. Einnig tókst
Kjartan Guðjónsson: „ Við skip-
verjarnir komum meira að segjafram
á miðilsfundi hjá Láru miðli... “
(LjósmSjómdbl. AM)
þeim að ná til Kjartans og Sigurjóns
Viktors áður en útsogið náði að hrífa
þá með sér. Sigurður varð síðastur í
land. Hafði hann verið kominn lang-
leiðina þegar liann festist í línu sem
var föst í bátnum og lenti því í útsog-
inu sem hreif hann með sér næstum
því út að bátnum. Þar tókst honuin að
losa sig og skolaði til lands á næstu
öldu. Sama aldan og skolaði Sigurði
að landi hvolfdi einnig bátnum,
þannig að kjölurinn vissi beint upp og
siglutrén brotnuðu.
Auðvitað vorum við orðnir mjög
kaldir og höfðum sopið mikinn sjó í
brimsköflunum. Einn af björgunar-
mönnunum spurði mig hvaða bátur
þetta væri og þegar ég sagði honum
að þetta væri Kristján, trúði hann mér
víst varla. Ég skalf óskaplega af kulda
og tennurnar glömruðu uppi í mér.
Okkur Guðmundi skipstjóra var kom-
ið fyrir báðum á sama heimili, en það
var í Merkinesi hjá Vilhjálmi Hinriks-
syni. Þar nutum við afar góðrar að-
hlynningar. Annars vorum við skip-
verjarnir furðu hressir eftir allt þetta
volk og ég veit ekki til að neinum
okkar hafi orðið meint af.“
Komu fram á miðilsfundi
„Eins og ég sagði var ég nýlega
trúlofaður þegar þetta gerðist og var
unnusta mín Halldóra Marfasdóttir frá
Sútarabúðum í Jökultjörðum og við
áttum von á okkar fyrsta barni. Hall-
dóra vann iengi hjá séra Jónmundi á
Stað, þeim merkismanni. Jónmundur
skrifaði henni bréf eftir að ég var „dá-
inn.“ Þetta var huggunarbréf til henn-
ar og mikið var ég nú góður maður,
eins og flestir sem dauðir eru. Ég átti
þetta bréf lengi og mikið var það vel
skrifað, eins og vænta mátti af séra
Jónmundi. Faðir minn var á lífi undir
Eyjafjöllum þegar þetta gerðist. Ég
bað Valtý Stefánsson, sem þá var
blaðamaður á Morgunblaðinu, að til-
kynna pabba „afturhvarf mitt til lífs-
ins“. En ekki var sími heima hjá
pabba, svo stúlka á næsta bæ var send
til hans með skilaboðin um að ég væri
lifandi. Ekki var hann faðir minn nú
allajafna stórorður, en við stúlkuna
sagði hann blákalt: „Þú lýgur því!“,
enda álti hann ekki von á slíkum tíð-
indum fremur en aðrir. Við skip-
verjarnir komum meira að segja fram
á miðilsfundi hjá Láru miðli og var
beðið fyrir þau skilaboð úr öðrum
heimi lil ættingja að okkur liði vel í
Himnaríki.Yfir þessu var okkur nokk-
uð skemrnt. Að vísu segir Lára í bók
að hún hafi verið blekkt í þessu tilfelli
og síðar heyrði ég að Hafsteinn miðill
Björnsson hefði alltaf verið sannfærð-
ur urn að við værum lífs.
Minningarathöfnin um okkur átti
að fara fram daginn eftir að við kom-
um að landi, en þess í stað fengum við
skipverjarnir heillaskeyti frá prestin-
um.
Eins og ég sagði var dálítið gaman
gert að bruggkunnáttu minni eftir
hrakningana og meðal annars var ort-
ur bragur sem fluttur var í „revíu“ í
Reykjavík. Úr þessum brag kann ég
þrjár vísur:
Karlarnir á Kristjáni,
kunnu það sem með þurfti
Brást ei bruggunin
besta huggunin.
Þá hefði alla lengi þyrst
þekkt ef ei hefðu bruggsins list.
Hefðu að landi loksins þeir
líklega ekki komist meir.