Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 50

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 50
50 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Gott er að hafa svona sið sjóða landa er það á við. O, ó, heyrið hetjulið — heilrœðið. En sjómannastéttin ltafði mikið gagn af þessu slysi, því eftir þetta var farið að leita mikið betur að týndum bátum. Því hafði verið slegið föstu mjög fljótlega að báturinn væri sokk- inn með manni og mús. Öryggi sjó- manna hefur líka aukist og neyðarút- búnaður er orðinn svo langtum betri nú en var. Fyrir utan það að við vor- um talstöðvarlausir var enginn dýpt- armælir til staðar, hvað þá ratsjá. Og við vorum komnir það langt frá landi að við vorum hættir að sjá fugl.“ Enn í sjávarháska viku síðar! „Viku seinna fór ég aftur til sjós og nú á vélbátnum Hirti Péturssyni sem gerður var út frá Sandgerði. Hafði ég hlaupið í skarðið fyrir vélamanninn. Þá lenti ég enn í hrakningum og það á sama stað og áður. Skyndilega hvessti mikið af suð-vestri og þegar við vor- um að draga fyrsta balann kom þessi feiknalega mikla dræsa upp á yfir- borðið og allt fór í skrúfuna. Vélin snarstoppaði og ég setti hana í gang aftur, en gat ekki kúplað, vegna dræsunnar í skrúfunni. Talstöðin var í landi til viðgerðar, eins og verið hafði á Kristjáni, og við settum upp neyðar- flaggið. En í því kom Brúarfoss fyrir Reykjanesið og setti stefnuna beint á okkur. Fyrst var reynt að koma létta- bátnum til okkar, en veðrið var svo vont að þeir á Brúarfossi treystu sér ekki í hann. Varð það því úr að skipið lagðist að okkur og tók bátinn í tog. Síðan kölluðu þeir í varðskipið Sæ- björgu og dró hún okkur inn til Kefla- víkur. Þar varð að setja bátinn í slipp, til þess að hreinsa úr skrúfunni. En þegar þessi vandræði byrjuðu, þá datt mér ekki annað í hug en það að ég hefði verið sá eini feigi af okk- ur á Kristjáni og að nú væri komið að endalokunum. En svo reyndist ekki vera, og það kom enn betur í ljós þeg- ar Hjörtur Pétursson fórst rúmu ári síðar með allri áhöfn — þar á meðal „ Undirþað síðasta urðum við stöðugt að vera að passa upp á vatnseiming- una. “ (Ljósm.: Sjómdbl. AM) vélamanninum sem ég hafði hlaupið í skarðið fyrir í umrætt skipti. 52 ára sjómennskuferill „Árið 1944 urðu þær breytingar á högum mínum að ég ílutti til Ólafs- fjarðar og hóf þar búskap. Frá Ólafs- firði sótti ég vertíðir suður á land, þar á meðal tvívegis til Vestmannaeyja, 1941 og 1942. En þar sem þetta var óhagkvæmt þegar til lengdar lét, llutti ég enn búferlum að fjórum árum liðnum og nú til Bolungarvíkur. Það hefur verið 1948 og á Bolungarvík bjó ég æ síðan. Þar var ég lengi á bát- um Einars Guðfinnssonar sem véla- maður. Þetta voru litlir bátar til að byrja með og byrjaði ég á Sólrúnu hjá Sigurgeir Sigurðssyni, sem var prýð- ismaður og ég minnist með þakklæti. Hjá honum var ég í tvö ár, en var svo sjálfur með bátinn í eitt ár og þá var báturinn svo úr sér genginn að hann var seldur til Reykjavíkur fyrir lítið verð. Þar mun hann hafa verið endur- bættur og gerður út um tíma. En svo eignaðist ég trillu sem ég kallaði Skuld og á henni reri ég á sumrum ásamt strákunum mínum sex. Þeir voru um borð hjá mér þar til þeir einn af öðrum tíndust yfir á stærri bátana. Á Skuld reri ég til 72 ára aldurs og líkaði það vel. Ég var af og til á vertíð í Bolungar- vík framan af, en vann annars oftast í frystihúsinu þar á vetrum, lengi við flökun. Ég hætti ekki að vinna fyrr en daginn áður en ég varð áttræður, 1987. Þá hafði ég lengi starfað í frystihúsinu við að stála, en alls var ég búinn að vera í 52 ár til sjós þegar þama var komið sögu, ef ég tel trillu- árin mín með... Ég gifti mig sumarið 1940, nokkru eftir hrakningana á Kristjáni. Við Halldóra Maríasdóttir kona mín eign- uðumst tíu börn, en af þeim létust þrjú af slysförum. Ég fór ekki í sjóinn, en það átti fyrir elsta syni mínum að liggja. Hann fórst með Heiðrúnu frá Bolungarvík í óveðrinu 1968 þegar nokkrir togarar fóru niður í Djúpinu. Annar sonur minn fórst í bruna í Dan- mörku og yngsta dóttir mín drukknaði í höfninni á Isafirði aðeins tuttugu og tveggja ára. Aldrei fannst skýring á hvernig það atvikaðist. Lífið er mikill skóli, en ég tel mig ríkan mann að eiga sjö börn og 29 barnabörn og 34 barnabarnabörn. Það er mikil auðlegð og þetta átti ég allt eftir þegar ég komst lífs úr hrakningunum á Krist- jáni. Halldóra kona mín lést árið 1970.“ Hér með látum við samtali okkar við sækempuna Kjartan Guðjónsson vélstjóra lokið. Hann hefur sannar- lega margs að minnast. En hann vill nota þetta tækifæri til þess að færa öllu starfsfólkinu á Hrafnistu í Hafn- arfirði bestu þakkir fyrir frábæra um- önnum og góða framkomu og að- hlynningu í hvívetna. „Einkum á hún Bryndís mín, sem hefur verið með mig í þjálfun, þar sem ég er svo slæm- ur í fótunum, einlægar þakkir mínar skilið, sem og hennar samstarfskon- ur,“ segir hann að endingu. Þessum þakkarorðum er okkur ljúft að koma til skila og árnum sögumanni okkar allra heilla. AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.