Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Side 52
52
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
ur, en þar var þá skólastjóri Jakob
Kristinsson fræðslumálastjóri.“
Á Inger Elisabet
„En sumarið 1931 má segja að
siglingasaga mín hefjist. Þá réði ég
mig á norskan dall sem hét Inger
Elisabet og var 2000 tonn að stærð.
Við fluttum herta þorskhausa sem við
tókum víðsvegar á Norðurlandi og
fluttum til Voxvyg á Molöy í Noregi.
Það voru einhver ókjör sem skipið tók
af þorskhausum og þeim fylgdi mikið
af músum og maðki. Salti var stráð á
þröskulda skipsins, svo maðkurinn
kæmist ekki í íbúðirnar, en ógeðsleg-
ur var hann.
Skipið lá úti á þegar ég kom um
borð og þegar til kom var engin dýna
í kojunum, svo ég varð að liggja á
fjölunum til Noregs. Mýsnar voru á
ferli um allt og fannst mér mikill anii
að þeim.
Eg var skráður léttmatrós, en til
þess átti maður að hafa siglt sem und-
irháseti í að minnsta kosti tvö ár og
kunna alla vinnu. Eg var settur við
Tryggvi Blöndal: „ Vissulega voru
þessar ferðir eins konar sumarauki
hjá okkur og gaf þessu líf og lit sem
ekki gleymist. “ (Ljósm.: Sjómdbl.
AM)
stýrið og gekk heldur böslulega að
halda dallinum á strikinu.
Stýrimaðurinn tók þá við og kom
skipinu í rétt horf, en þegar útaf sló þá
sagði hann þetta sýnishorn af því
hvernig ég stýrði. Að því kom samt að
við Inger sættumst og hún fór að
hlýða mér sæmilega.
Þegar við höfðum losað beinin
sigldum við til Svalbarða og tókum
kol. Það var nokkuð nýstárlegt fyrir
mig, því kolin komu í körfum eftir
stálþræði ofan úr fjöllunum. Með
okkur til Svalbarða fluttum við hey og
matvæli til ísafjarðar á Svalbarða, en
þar áttu Norðmenn þrjú námuþorp.
I fyrstu ferðinni frá Svalbarða til
Noregs með kol komum við til Si-
egerfjarðar sem er smábær fyrir norð-
an Lófót. Sennilega hefur þetta verið
á laugardagskvöldi, því dansleikur
var haldinn þarna um kvöldið, í blíð-
skaparveðri og á dansleikinn fóru
flestir skipverjar nema ég sem var
settur vaktmaður um borð. Eitthvað
hafa þeir víst hafl orð á að íslending-
ur væri á skipinu, því stýrimaðurinn
kom og sótti mig til að sýna fyrirbær-
íbúð þeirra Tryggva og Margrétar prýðir fjöldi listaverka eftir Tryggva og heldur hann hér á einu þeirra. (Ljósm■
Sjómdbl.: AM)